Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 42
r Astungur, ' A Opinberar framkvœmdir — sarngöngurnál. Opinberar framkvæmdir eru orðnar meira en lítill þátt- ur í atvinnu og hagkerfi þjóðarinnar og skiptir því eigi litlu máli hvernig þær eru gerðar og kemur þá einkum tvennt til greina. 1. Að þær séu gerðar á sem haganlegast- an hátt og með sem minnstum tilkostnaði. 2. Að þær komi sem fyrst að notum. Fyrra atriðið þarf varla skýringa við, því það er svo augljóst mál, að í fámennu og fátæku þjóð- félagi ríður á, að sem allra minnstir fjármunir fari í súginn vegna ráðleysis og sleifaralags, svo framarlega sem við höf- um það viðhorf, að opinberar framkvæmdir eigi fyrst og fremst að vera hagnýtar, en eigi bara auðveld tekjulind fyr- ir hópa af áhugalausum slæpingjum. Síðara atriðið þarf raunar eigi heldur skýringar við, en á það má þó benda, að megin hluti opinberra framkvæmda hefur fyrst og fremst það hlutverk að undirbyggja og auðvelda athafnir einstak- linga og landshluta, en ná oft og tíðum eigi þessu takmarki fyrr en þær eru fullgerðar. Einna augljósast er þetta í sam- bandi við opinbera vegagerð, og skal því sérstaklega vikið að henni. Víðs vegar um land er verið að gera Vegi, lengri eða skemmri, sem hafa það hlutverk að ná til afskekktra byggð- arlaga, eiga að tengja saman byggðarlög til mikilla hagsbóta fyrir bæði, eða eiga að stytta og bæta eldri leiðir og koma í stað hálfgerðra óvega og ruðninga. Sá háttur er yfirleitt hafður á lagningu þessara vega, að smáupphæðir eru veitt- ar til þeirra allra árlega, sem þó í flestum tilfellum nægir

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.