Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 1
ÁRSRIT
Ræktunarfélags Norðurlands
RITSTJÓRI: ÓLAÍUR JÓNSSON
54. ARGANGUR
2. HEFTI
1957
Jakob Karlsson,
bóndi d Lundi, formaður Ræktunarfélaps Norðurlands
1943-1952.
Þann 22. júní síðastl. andaðist að heimili sínu á Akureyri
Jakob Karlsson, tæpra 72 ára að aldri, en hann var fæddur á
Akureyri 17. ágúst 1885, sonur Karls Kristjánssonar, verzl-
unarmanns, og Guðnýjar Jóhannsdóttur, konu hans. Jakob
missti föður sinn ungur en ólst upp hjá móður sinni á Ak-
ureyri og byrjaði ungur að vinna fyrir sér við verzlunar-
störf hjá föðurbróður sínum, Magnúsi Kistjánssyni, alþing-
ismanni og ráðherra. Um 25 ára að aldri varð hann sýslu-
ritari hjá Guðlaugi Guðmundssyni, bæjarfógeta, um tveggja
ára skeið, en stofnaði síðan eigin verzlun, hóf útgerð og rak
fiskverkun og fiskverzlun. Þá var hann afgreiðslumaður
Eimskipafélags íslands fram á síðustu ár, afgreiðslumaður
ríkisskipa og hafði um langt skeið umboð fyrir Olíuverzlun
íslands hér á Akureyri.
Þegar þess er gætt, að Jakob Karlsson var borinn og upp-
alinn í kaupstað og fékkst alla ævi við umfangsmikil störf,
er heyrðu þeim vettvangi til, störf, sem hann rækti af mikl-
5