Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 44

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 44
108 sem hlutaðeigandi aðilar þyrftu þá að bíða eftir vegabót- unum, styttist úr 10 árum niður í 4—5 ár, en hve mikill ávinningur yrði í raun og veru er ógerlegt að gizka á fyrir- fram, færi það vitanlega eftir því hlutverki, sem vegirnir eiga að gegna. Þessa rökfærslu ætti nú hver óbrjálaður maður að geta skilið, en þá vaknar sú spurning: Hvers vegna er þá sá háttur, er nú tíðkast, á hafður? Það má ef til vill finna meira en eina lausn á þeirri gátu, en eitt mun þó ráða hér mestu um, en það er þörf þing- fulltrúa dreifbýlisins að geta sýnt kjósendum sínum, að þeir hafi eitthvað fyrir þá gert. Þeir álykta eitthvað á þessa leið: Vegagerð, sem unnið er að árlega, þótt hún komi ekki að notum fyrr en eftir tíu ár, styrkir kjósendafylgið meira heldur en vegagerð, sem eigi er gerð fyrr en eftir fimm ár, þótt hún verði þá þegar nothæf. Hvað þá heldur ef bíða þarf sex ár, átta ár eða jafnvel tíu ár eftir því, að eitthvað sé aðhafzt. Þingmaður sá, er fengi samþykkt fyrir slíkri vega- gerð, jafnvel þó um fulla tryggingu væri að ræða, að vegur- inn yrði lagður á tilsettum tíma, á það á hættu að vera dumpaður, þegar til framkvæmdanna kemur, og að eftir- rennari hans eigni sér allan heiðurinn af samgöngubótinni. Önnur ástæða frambærileg er sú, að fé til vegagerðar er aðeins veitt til eins árs í senn. Hins vegar eru Vegalög gerð til langs tíma og með hliðsjón af því, að fjárframlag til vega er áþekkt frá ári til árs, ætti að vera tiltölulega auðvelt að gera áætlun til langs tíma um nokkurn hluta þeirra vega, sem teknir hafa verið í Vegalög og fé er veitt til. Mætti þá flokka vegina í vegi, sem unnið er í árlega og vegi, sem gerðir skulu á einu ári, eða í einni lotu og innan ákveðins tíma. Sérstök nefnd gæti svo ákveðið í hvaða röð þessir vegir yrðu gerðir, ef stjórn vegamálanna þætti ekki einfær um það. Það hefur þótt við brenna, að lagning síma um sveitir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.