Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 16
80 Það er ekki ófróðlegt að gera samanburð á landbúnaðar- framleiðslunni, sem send er til sölumeðferðar, og útflutn- ingnum á mismunandi tímum, því að það gefur gleggsta hugmynd um hve mikill útflutningurinn er í hlutfalli við innanlandssöluna og hverjar breytingar hafa á því orðið. Þetta sést á eftirfarandi töflu: Kjöt selt frá sláturh. 1000 kg Mjólk til mjólkurb. Útfl. mjólkur- Ar Innanl. útflutt Saratals millj. kg afurðir (tonn) 1935 2380.7 2630.3 5011.0 11.2 50.4 ostur 1945 5092.1 521.4 5613.5 24.3 0.0 1955 6549.9 500.3 7050.2 54.2 8.0 ostur 1956 5358.2 2300.0 7658.2 59.3 ? 1957 ca. 6200.0 2300.0 8500.0 ca. 66.0 150.0 ostur Við þessar tölur er það að athuga, að síðasta árið er ágizk- un. Þá er kjötneyzlan þrjú síðustu árin óregluleg vegna þess, að kjötbirgðir hafa flutzt á milli ára. Mun þetta eink- um hafa orðið 1955—56 og veldur því, að útflutningur 1956 verður nokkrum hundruðum tonna meiri en ella hefði orð- ið. Þá er enginn efi á því, að á árunum, sem sauðfénu fækk- aði mest vegna niðurskurðar og mæðiveiki, en það mun vera á árunum 1948—1952, verður beinlínis skortur á kinda- kjöti, sem bættur er upp með mikið aukinni framleiðslu nauta- og hrossakjöts og gætir þess verulega enn. Innan- landsneyzla kindakjöts hefur því vaxið minna á tímabilinu 1945—1957 en eðlilegt hefði verið, ætti að vera nú 7500— 8000 tonn á ári. Um útflutning mjólkurafurða þarf ekki að ræða, þrátt fyrir sexföldun þess mjólkurmagns, sem mjólkurbú hafa veitt móttöku á tímabilinu 1935—1957, er hann gersamlega hverfandi. Þessar tölur sýna ekki heildarneyzluna á þessum vörum, heldur aðeins, hvað tekið hefur verið til sölumeðferðar.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.