Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Qupperneq 34
98
ná því, þá endar með að við fáum flugvél," en áður en það
gæti orðið varð að leysa mörg vandamál.
Börnin voru komin á skólaaldur og þau varð að fræða,
en þar sem næsti skóli var í nokkurra dagleiða fjarlægð,
urðu foreldrarnir að taka að sér fræðsluna. Hvorugt þeirra
hafði notið mikillar skólagöngu í æsku og kennslan í Birki-
lundi, sem venjulega hófst eftir 12 stunda vinnudag, fór
þannig fram, að allir voru nemendur, kennarinn líka. Þau
notfærðu sér einnig útvarpskennslu fyrir börn í afskekktum
byggðum. Þannig gengu þessi börn í skóla, án þess nokkru
sinni að sjá skóla eða skólastofu. Hrólfur hafði einstakt lag
á að gera námið aðlaðandi. Stærðfræðina samræmdi hann
viðfangsefnum og daglegum störfum býlisins. Það þurfti að
reikna út hve mikinn við þurfti að fella í nvja hlöðu eða
hve mikla orku þurfti til þess að leysa ákveðið erfiði.
Þrúða, sem aðeins var tíu ára, hafði valið flug og flug-
vélar sem sérnám og sýndi í öllu sömu elju og áhuga og
faðir hennar. Síðar tók hún að lesa stjörnufræði og svo
grasafræði, og brátt gat hún nefnt á latínu öll tré og jurtir,
er fundust í umhverfi Birkilunds. Útvarpskennari einn
hvatti Þrúðu til þess að fara út í skóginn og gefa skýrslu
um allt er hún sæi þar. Hún reit dálitla bók um efnið með
litmyndum til skýringar. Sérfræðingur einn í gróðri og dýra-
lífi óbyggða Canada sagði nokkrum árum síðar, að þekking
hennar á þessu efni jafngilti háskólanámi.
Var það börnunum í Birkilundi hindrun, að þau gátu
ekki gengið á reglulegan skóla? Hrólfur sagði um þetta:
„Ef til vill er þekking þeirra víðtækari en flestra barna á
þeirra aldri. Má vera að lífsskilyrðin, er þau bjuggu við,
valdi því. Þau skyldu frá upphafi, að einungis með áreynslu
gátu þau fengið það, er þau vantaði."
Hrólfur viðurkennir fúslega, að nám bamanna hafi orð-
ið honum sjálfum mikil efling til sjálfsnáms. Fróðleiks-
þorsti hans kenndi honum að meta bækur og velja góðar