Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 33

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 33
97 ýmislegt annað á sem auðveldastan hátt. Hann sá þegar að lækurinn, sem býlið stóð við, gat lagt til orkuna og nú tók hann að kynna sér vatnsvirkjun af kappi. Fyrst gerði hann óbrotið vatnshjól og kom því fyrir í læknum. Það nægði til þess að hreifa kvörn, en það fullnægði ekki kröfum Hrólfs. „Hér er næg orka, því ekki að nota hana?“ hugsaði Hrólf- ur. Öflun ljósmetis hafði jafnan haft kostnað í för með sér og erfiði. Hrólfur náði sér í lítinn rafal og tengdi hann við vatnshjólið, en ekkert rafmagn kom. Hann sá fljótt að vatnshjólið, sem var mjög óbrotið, gaf ekki nægan snúnings- hraða. Hann varð að gera nýtt hjól og vanda sig betur, og ef honum tækist það á annað borð, gat hann alveg eins stefnt að því að koma sér upp aflstöð til að fletta trjám og leysa margháttað erfiði. Eftir að hafa þaullesið bækur um vatnsvirkjun hóf hann smíði á nýju vatnshjóli, eins konar Peltons-hjóli með mörgum skálum, er hann gerði úr blikk- dósum undan niðursoðinni mjólk. Þá stíflaði hann lækinn og gerði þriggja metra djúpa uppistöðu en leiðslur gerði hann úr holum trjábolum og lét margar, aflmiklar vatns- bunur knýja hjólið, svo það snerist með miklum hraða. Þá kom hann fyrir reimskífum og tengdi hjólið við rafalinn. Nú dugði það. Á litla býlinu við Vatnið einmana ljómuðu rafljósin út í næturhúmið. Eftir ýmsar endurbætur tókst honum að láta vatnshjólið knýja sögunarvél. Lengi hafði Hrólfi verið það ljóst, að til þess að afkoma býlisins gæti orðið sæmilega góð varð hann að geta komið afurðum þess á markað, en það var hægara sagt en gert að koma kjöti og grænmeti á markað yfir veglaus fjöll og firnindi, eina lausnin var sjóflugvél. Elestum mundi hafa virzt þetta óframkvæmanlegt í sporum Hrólfs, en honum fannst ekkert ómögulegt, en sumt gat verið dálítið erfitt. Hann gerði grein fyrir þessu eitthvað á þessa leið: „Ef við missum ekki sjónar á takmarkinu og reynum af alefli að 7

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.