Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1960, Page 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1960, Page 28
28 ur haldið lífinu í þjóðinni í rnargar aldir harðréttis og þreng- inga. Það lagði flest það til, sem brýnasta lífsnauðsyn krafð- ist, kjöt og mjólk til matar, ull og skinn til klæða og skæða og tólg til ljósmetis. Þætti kýrinnar í þjóðarbúskapnum er að minna getið. Á hana var af bændum oft litið sem afætu, er hámaði í sig bezta fóðrið frá blessaðri sauðskepnunni. Það skal þó viðurkennt, að húsfreyjurnar kunnu venjulega betur að meta kýrnar og héldu oft yfir þeim verndarhendi, þegar bændurnir tóku að gerast of nærgöngulir fjósinu með skurð- arhnífinn. „Sveltur sauðlaust bú“ var ókrenkjanlegt spak- mæli, en það var vel hægt að hokra og hjara sæmilega án belju. Til er orðtak, líklega norskt, er segir, að geitin sé kýr fá- tæka mannsins. Má af því marka, að þótt dropinn úr geitinni sé ekki mikill, þá megi þó bjargast við hann, ef annarra betri kosta er ekki völ. Ef til vill væri þá ekki fjarri lagi að segja, að ærin væri kýr bláfátæka mannsins, því hvort tveggja er að ærin mjólkar minna en geitin og þó einkum skemmri tíma á ári hverju. Þess munu ekki svo fá dæmi, að hokrað hafi verið hér við bú, án þess að hafa kú, en aldrei nema út úr neyð, eða vegna sárrar fátæktar og getuleysis, ef ekki var ein- dæma sérvizku til að dreifa. Hníga öll rök að því, að slíkt þótti hinn mesti sultar- og eymdarbúskapur, engum til eftir- breytni eða fyrirmyndar. Fjölhæfar afurðir sauðfjárins voru að sjálfsögðu mikils virði, meðan búskapurinn hér á landi var rekinn samkvæmt lögmáli þursanna í Pétri Gaut: „Vertu sjálfum þér nægur,“ en vér lifum í nútíð en ekki fortíð og hljótum því að spyrja: „Hvers virði er þetta nú?“ Þá er því til að svara, að ullin er nú ekki orðin í meiri metum en svo, að mörgum þykir ekki svara kostnaði að elta skjáturnar upp um fjöll og heiðar á vorin til þess að ná lagðinum af þeim, og nú þykir það næst- um dónaskapur að ganga í fatnaði úr ómengaðri íslenzkri ull. Auðvitað kann íslenzka ullin að vera ágæt til síns brúks, en í augum framleiðandans er hún ekki orðin annað og meira
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.