Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Page 14

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Page 14
14 19. jan. fór eg út að Hjartarstöðum, mældi þar tún og gerði kostnaðaráætlun fyrir túngirðing. Auk þess hefl eg gert fleiri kostnaðaráætlanir viðvíkjandi túngirðingum, féiagsgirðingum o. s. frv., útvegað fitumæli handa Sam- bandinu, er seldur var nautgriparæktunarfélögum Upp- hóraðs, skrifað 47 bréf í þarfir Sambandsins, sent 23 verkfæraskýrslur búnaðarféiögum og ýmislegt fleira. Aðalstarf mitt í vetur hefir verið sem kennari hér á Eiðum. Eiðum 1. febr. 1907. Halldór Vilhjálmsson consulent. Skýrsla yfir störf mín frá febrúarbyrjim til aprílloka. Helztu störf mín í þarfir Sambandsins hafa verið- bréfaskriftir og útvegun verkfæra Sambandsins. í því skyni hefi eg skrifað 73 bréf, er flest hafa verið viðskifia- bréf og reikningar. Þá útvegaði eg menn til að taka upp- og aka grjóti í verkfærahús gróðrarstöðvarinnar, undirbúa girðingu hennar og flytja allar hennar nauðsynjar, svo sem sáðtegundir, tilbúinn áburð, girðingareíni o. fl. Auk þeirra verkfæra, er gróðrarstöðin hefir eignast og standa á reikningi hennar, hefir Sambandið eignast góðan svarðnafar, er eg pantaði hjá Abjörn Andersson’s Mek. Yerkstads, Svedala. Hann var sendur til Seyðis- fjarðar gegn „Efterkrav“ og hefi eg því ekki borgað hann. Að öðru leyti leyfi eg mér að vísa til áður gefinna skýrslna minna. Kveð eg svo Sambandið, sem starfsmaður þess, og óska því og meðlimum þess ails hins bezta. Yirðingarfyist. Halldór Vilhjálmsson.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.