Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Page 18

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Page 18
18 Búfjársýningar á Fljótsdalshéraði Torið 1907. Akveðið var að halda sýniogu í öllum 9 hreppum Héraðsins frá 12.—21. júní. Fyrsta sýningin skyldi haldin í Hjaltastaðaþinghá hinn 12. júní. Sökum undangenginna og yfirstandandi illviðra þótti ófært að halda sýninguna þann dag, og frestaði eg henni því •— með leyfl Sambandsstjórnarinnar og í sam- ráði við sýningarnefndina — til hins 27. s. m. Af sömu ástæðu var frestað sýningu í Eiðaþinghá til hausts (25. sept.). I hinum öðrum hreppum voru sýningar haldnar á tilteknum tíma. Þó héldu Fellnamenn sýningu sama dag og Fljótsdælingar og hvorirtveggju við Hrafnsgerð- isá og varð þar fjölmenn en, af gripum, fásótt sýning. Aliar voru sýningarnar fásóttar, og færðu menn tíðarfarið, og það, að vötn voru víða ill yfirferðar, sér til afsökunar, enda höfðu menn fulla ástæðu til þess, en því verður þó naumast. neitað, að áhugaleysið og óljós skilningur á tilgangi og nytsemi búfjársýninga yfirleitt, hafi átt nokkurn þátt í því, hversu sýningarnar voru sóttar. Fæstir gripir komu á sýuingar Fljótsdælinga og Jökuldæl- inga, enda fundu hvorirtveggju til þess, og hinir fyrnefndu hétu að sækja betur næstu sýningu, en hinir síðarnefndu skiluðu aftur kr. 25,00 af þeim 75 kr., sem Búnaðar- samband Austurlands hafði útvegað til sýningarinnar. Gripirnir, sem á sýningarnar komu, voru æði mis- jafnir. Yfirleitt voru nautgripirnir fallegastir, en féð ljótast og misjafnast, enda hafði það mætt mestum hrakningum í vorhretunum. Griðungar voru fallegastir í Fijótsdal og Fellum, einkum griðungur Jóns Jónassonar á Bessastöðum, sem kynbótafélag Út-fljótsdæla keypti af honum á sýningunni. Yfirleitt voru kýr fallegastar á Völlum, en af einstökum bæjum komu fallegastar kýr frá Egilsstöðum á Völlum,

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.