Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Qupperneq 27

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Qupperneq 27
27 það, að ekki er hægt að koma smjörinu á markaðinn á hentugum tíma, yiði ekki stofnun rjómabúsins lengur til fyrirstöðu, því að önnur vandkvæði töldu þeir ekki á um stofnun þess, og eg álít að skilyrðin séu hér betri en víða annarsstaðar, að þessu eina atriði undanskildu. Þó þykja mér kýrnar helst til fáar — 95 — og álít eg, að Nesjamenn ættu að leggja meiri stund á nautpen- ingsrækt en hingað til, þeir ættu að fjölga kúm — því túnstæði eru þar víða stór og góð — en fækka hross- um, sem eg álít að séu altof mörg og fremur til skaða en gagns, enda fóllust margir þeirra á það að nokkru leyti, en undirniðrí var þó á þeim að heyra, sumum, að þeir álitu sig hafa nokkurskonar sérréttindi, eða jafn- vel köllun, til að hafa og ala upp hross til sölu. Túnin má víðast stækka að miklum mun, með tiltölulega litl- um kostnaði, og eru menn byrjaðir á því, að stækka þau, með því að plægja upp utan túns og gera af sáð- sléttur. Enn þá er þó verkið ekki komið lengra en svo, að plægt hefir verið og herfað nokkuð. Veldur því bæði mannfæð og ill veðrátta hin síðustu sumrin. í fyrra hafði þó sumstaðar verið sáð korni og grasfræi í nokkurn hluta flaganna, en algerlega brugðist, enda var ekki jörðin nægilega fúnuð og undirbúin að öðru leyti, til þess að grasfræ gæti þrifist í henni, og sizt í jafn- köldu sumri og í fyrra. Litu aðrir Skaftfellingar óhýru auga til þessara jarðabóta, og sögðu að svo myndu aðr- ar jarðabætur gefast sem þessar, en gættu þess ekki, að verkið var í byrjun, ekki hálfunnið, og helzt var á þeim að heyra, að þeir byggjust við að grasið þyti upp í plógfarinu, án nokkurrar frekari fyrirhafnar. Krafta- verkið aftur! En þegar þeir sáu að ekki þaut upp gras- ið, fanst þeim það vera að hafa hausavíxl á hlutunum, að snúa grasrótinni niður, og þótti ekki ástæða til fyrir sig, að ganga í búnaðarfélög, til þess að gera sömu eða önnur eins jarðspjöll! feir álitu að „gamla lagið", skap- að af „kringumstæðunum", væri hið besta fyrir þá, svo

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.