Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Page 32

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Page 32
32 enda var við því að búast, þegar snjór lá í gróðrar- stöðinni fram að miðjum júní og frost var viða í jörðu til júnímánaðailoka, og jörðin já auðvitað of köld og rök til þess, að hægt væri að sá í hana, fyr en eftir þann tíma. Eftir það voru einnig næturfrost öðru hvoru, — eins og áður er getið — og fyrstu næturnar í sept- ember var jafnvel 5 og 6° frost. Enn fremur er jörðin enn ekki í fullri rækt. 2. V í n n a . Alls voru herfaðir um 5000 □ faðmar1) með disk- herfi — sumt margherfað —, en um 1800 □ faðmar með léttherfi. Fœrt hefir verið til með hestareku og tviptœgt á rúmlega 700 Q föðmum. Skurður sá, sem byrjað var á í fyrra og búið var að grafa 20 faðma af, var fullgerður og gert af malar- ræsi ofan til en að neðan steinræsi. Skurðurinn er 7o faðma langur og dýptin er 3—4 fet. Garður hefir verið hlaðinn með fram Eiðalæknum, þar sem ekki þótti henta, að hafa gaddavírsgirðingu, vegna snjóþyngsla. Garðurinn er 26,5 faðm. langur og 3,5' á hæð, og er að nokkru leyti fylt upp á bak við hann. Lengja þarf garðiun um 3 faðma. Úr lækjar- bakkanum hefir verið stungið, svo hann yrði gripheldur á 77 föðmum. Að öðru leyti hefir gróðrarstöðin (10 dagsi.) verið girt með 336 faðma langri, 42 þuml. hárri, 6 þættri gaddavírsgirðingu. Vírinn er festur á járnstólpa, sem settir eru með 2.5 faðma millibili, og er hver 4. stólpi L lagaður máttarstóipi 2" X 2" X V*", en milli- stólparnir eru af flötu járni 7/g" X 3/s"- Milli máttar- stólpanna eru þannig 10 faðmar. Hornstólparnir eru eins og máttarstólparnir, nema hvað þeir eru þykkri 1) Nokkuð af þessu var herfað eftir 1. september.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.