Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Side 2

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Side 2
4 3. Tilraunir með köfnunarefnisáburð voru gerðar á þremur stöðum á s mbandssvæðinu á tún og engi — og sáðgrastilraunir. Tilraunirnar með áburð gáfu á tveim stöð- um grasauka */4—íja hluta, en á einum staðnum engan á- rangur. Sáðkornstilraunirnar mistókust að meira eða minna leyti, svo af þeim verður ekkert ákveðið ráðið. Nú hefirformönn- um alira búnaðarfélaga á sambandssvæðinu verið skrifað, og þeir beðnir að láta framkvæma óbrotnar tilraun:r i þessa átt. Sem næst helmingur hefir svarað og orðið við tilmæl- unum. Áburðurinn nú sendur út, áleiðis til hlutaðeigenda. 4. Plægingar og herfingar fóru fram aðallega hjá búnaðarfélögum Vopnafjarðar og Skeggjastaðahreppa. Dags- verk var til jafnaðar nálega ein dagslátta plægt eða herfað. Mesta plæging á óbrotnu landi var 1250 ferh. f. en minst 650, en herfað mest 1300, minst 675 ferh. faðmar. Vinnudagar voru 52J/a tn til undirbúnings, ferða milli búnaðarfélaga og tafa, sem sambandið kostar að öllu leyti, gengu fyrir manninn 26 dagar en nokkru styttri tími fyrir hestana, leggur því sambandið til félags- jarðyrkjunnar, sem næst einum þriðja hluta auk áhalda, er það hefir lagt til að mestu (plóg, aktýgi). Samkvæmt þessu hafa vinnuþiggjendur greitt fyrir dagsláttu hverja plæging eða herfingu kr. 39,50. Verði félagsjarðyrkju haldið áfram á líkan hátt sýnist óhjákvæmilegt annað en að búnaðarfélögin leggi til öll stæ ri jarðyrkjuáhöld, svo sem plóg, herfi og akurslóða, því að flytja þung verkfæri búnaðarfélaga milli, oft langar leiðir yfir vonda fjallvegi, tekur alt of langan tírna, en reynsla fyrir, hversu miklar tafir og óþægindi geta stafað af flutningum með ströndum fram. 5. Kynbótabú ð á Rangá er starfandi áfram og nú er stofnað kynbótabú fyrir sauðfé á Egilsstöðum í Vopnafirði, sem sambandið hefur heitið styrk.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.