Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 3

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 3
5 6. Pantanir verkfæra, áburðar og sáðtegunda hafa ver- ið litlar, en framkvæmdar eftir óskum. 7. Af verkfærum tilraunastöðvar og sýningadeildar var selt alt sem úrelt var, með það fyrir augum að afla aftur nýtízku áhalda. 8 Að túnmælingum hefur einn maður unnið þetta ár, og er nú mælingum lokið í báðum sýslunum, en uppdrættir ekki komnir til stjórnarinnar úr Stöðvar- Búða- og Fá- skrúðsfjarðarhreppum en að sjálfsögðu tilbúnir. 9. Engar óskir komu fram á árinu um bændanám- skeið, en ýmsra orsaka vegna sá stjórnin ekki tiltækilegt að stofna til þeirra. 10. Leitað var að sverði af svarðleitarmanni sam- bandsins, Þorkeli búfræðingi Jónssyni, í þrem hreppum á Fljótsdalshéraði, á 18 bæjum, með meira og minna árangri. 11. Um leiðbeiningarstarfsemi vísast til skýrslna starfs- manna í Ársritinu. 12. Byrjað er á að vinna land í Hallormsstaðaskógi til fræræktartilrauna, verður landið girt á þessu sumri og sáð í það D: einn þriðja úr dagssl. Skógræktarstjóri Gutt- ormur Pálsson, sem á mikinn þátt í að þetta mál er kom- ið á þennan rekspöl, hefir lofað sambandsstjórninni aðstoð eftir föngum, og væntir stjórnin hins bezta af því. 13. Sýningar á hrútum fóru fram á sambindssvæðinu frá Langanesi að Breiðdalsheiði og Norðfirði. Ráðunautur Lúðvík Jónsson var á sýningunum til leiðbeiningar og um- sjónar. Sýningar fórust fyrir í nokkrum hreppum á þessu svæði. Búnaðarfélag íslands veitti fé til verðlauna móti hreppsfélögum. Þá er eftir á sambandssvæðinu syðri hlutinn. Er á- kveðið að fara þess á leit við búnaðarfélagið að þær sýn- ingar komist í framkvæmd á næsta hausti.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.