Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 12

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 12
14 maður við, Guttormur Pálsson, fulltrúi búnaðarfélags Norð- ur-Valla og Skóga. 5. Gródrarstöðin. Samþykt var svohljóðandi fundarályktun: Fundurinn felur stjórn Sambandsins að fá fullgerða samninga um beitarafnot í Eiðalandi, á þeim grund- velli, sem þegar hefir verið lagður, samkvæmt 1. lið í geröabók Samb. 22. júní 1921. 6. Tilraunastarfsemi. Svohljóðandi tillaga var samþykt: Fundurinn felur stjórn Sambandsins að undirbúa, á þessu ári, væntanlega tilraunastarfsemi í Gróðrarstöð- inni á Eiðum næstkomandi ár. Jafnframt felur fund- urinn stjórninni, aö halda áfram tilraunum utan gróðrarstöðvar, í líka átt og þegar hefir verið byrj- að á. 7. Stofnun klœðaverksmiðju. FJytjandi þess máls var Gísli Helgason bóndi, Skógar- gerði, er lýsti yfir því, að nú væri vöknuð hreyfing í þá átt að koma á fót klæðaverksmiðju á Austurlandi, skýrði hann þá hlið málsins all ítarlega, lét í ljósi skoðun sína um málið, og óskaði því síðan góðs gengis á fundinum. Eftir allmiklar umræður um málið samþykti fundurinn svo- látandi tillögur: a. Fundurinn er því mjög hlyntur, að komið verði upp tó- vinnuvélum á Austurlandi, og heitir málinu stuðning sín- um, svo sem við verði komið. b. Fundurinn heimilar stjórn Sambandsins, að styrkja und- irbúning þessa máls með alt að 200 kr. úr sambands- sjóði.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.