Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Page 13
ts
8. Svarðleitir.
Fundurinn felur stjórn Sambandsins að ráða svarðleit-
armann framvegis, svo menn á sambandssvæðinu geti átt
kost á svarðleitum.
9. Hrútasúningar.
Fundurinn skorar á sambandsstjórnina, að stuðla að
því, að Búnaðarfélag íslands láti fara fram á þessu ári
hrútasýningar á þeim hluta svæðisins, er ekki átti kost á
þeim síðastliðið haust. — Tillagan samþykt í einu hljóði.
10. Fóðurtryggingarmálid.
Á aðalfundi Sambandsins árið 1920 var stjórninni falið
að íhuga og undirbúa málið undir næsta aðalfund, stjórn-
in lagði þ í fram svohljóðandi ályktun:
Stjórnin sér þau ein hagnýt ráð, til þess að tryggja
búfé manna gegn fóðurskorti, að séð verði fyrir með
einni ráðstöfun, að jafnan sé til á haustum á hafnar-
stöðvum eða öðrum hentugum stöðum, nægur korn-
og kraftfóðurforði, ef annað haldkvæmt fóður þrýtur
Síðan spnnnust um málið all langar og ítarlegar um-
ræður, og fundurinn komst að þeirri niðurstöðu, að nú
mætti ekki lengur dragast að skera fyrir rætur þessa stóra
og illkynjaða þjóðarmeins, og að tæplega yrði sú bót full-
ráðin á annan hátt en þann, sem um ræðir í tiljögu stjórn-
arinnar. Var þá kosin 3ja manna nefnd til þess að semja
fundarályktun fyrir fundinn, og kosningu hlutu: Gunnar
Pálsson, Þorsteinn Stefánsson og Páll Hermannsson.
En er nefndin hafði lokið starfi sínu, lagði hún fram
svolátandi fundarályktun:
Fundurinn lítur svo á, að brýnasta nauðsyn sé til
þess, að nú verði með öllu komið i veg fyrir það, að