Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Síða 14
16
fóður búpenings geti þrotið í landinu. Hyggur hann
að það verði gert með því;
a. Að heyásetningarmálum verði komið í sem bezt horf
heima fyrir í sveitunum, og til foröagæslu valdir þeir
menn, er líklegastir eru til þess að hafa áhrif á
sveitunga sína, bæði um góðan ásetning og skyn-
samlega og mannúðlega meðferð búfjárins.
b. Að trygt verði með einm ráðstöfun, er gildir um
land alt, að jafnan sé til á haustum á hafnastöðum
og öðrum hentugum stöðum nægur korn og kraft-
fóðurforði, sem grípa megi til, ef annað fóður skyldi
• reynast ófullnægjandi. Líklegustu leiðina til þessara
framkvæmda telur fundurinn, að ríkið hefði einka-
sölu á rúgi og rúgmjöli, og annaðist þá jat'nframt um
fóðurtrygginguna.
Var svo gengið til atkvæða um nefndartillöguna og hún
samþykt með 9 atkv. gegn 2.
Einn fundarmaður bættist enn við, Pétur Sigurðsson,
búnaðarfélagsfulltrúi Tunguhrepps.
11. Verðlaun fyrir búpeningshirðingu.
Svolátandi tillaga var borin fram og samþykt:
Fundurinn telur rétt að haldið sé áfram, að veita
verðlaun fyrir góða hirðing og fóörun búpenings gegn
því að lagt sé fram ekki rninna fé til verðlaunanna
frá hreppunum eða annarsstaðar að.
12. Leiga á gróðrarstöðvarhúsinu.
Fundurinn felst á gerðir stjórnarinnar í þessu máli, og
væntir þess að húsleigan komi ekki í bága við þarfir sam-
bandsins.
13. Sjóðsmyndun.
Fundurinn heimilar Sambandsstjórninni að taka alt að