Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Side 18

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Side 18
20 skoðanir. Eg fór um hreppana, heimsótti flesta bændur, skoðaði fé þeirra og valdi úr því ær og hrúta til undaneld- is. Á umreið minni um sveitirnar, var svo tilhagað, að fundi var komið á á hentugum stöðum í hreppunum. Þar flutti eg eríndi — að mestu leyti fjárræktarefnis — og vakti að síðustu máls á nokkrum öðrum áhuga- og framfara búnaðarmálefnum, er ásamt fyrirlestrinum skyldi takast til umræðu að erindinu loknu. Fundir þessir voru alstaðar vel sóttir, og oftast hófust umræður um málefni þau, er lögð voru fyrir þá. — Vík eg þá næst máli mínu að aðalefninu. Ferðin hófst í Reyðarfirði 5. marz og var farið sem leið liggur yfir Þórdalsheiði og þvert yfir Skriðdalinn yfir í Fljótsdal, og lagði eg leið mína fyrst um hann. I Fljótsdal virtist mér fé yfirleitt fríðara og jafnvænna en fé annarstaðar í ferðinni. Að vísu standa Fljótsdæling- ar betur að vígi að fjárræktinni eu nærsveitungar þeirra austanmegin Lagarfljóts, þar eð þeir hafa mikla og góða afrétti, og sveitin farsæl og hagasæl. Svipfallegast og einna hreystilegast fé í Fl.ótsdal sýnd- ist mér á Arnheiðarstöðum, hjá Sölva Vigfússyni, og hjá Páli Ólafssyni á Arnaldsstöðum. en hvorki var það eins stórt né afurðamikið að sjá og fé þeirra Páls Sigfússonar, Melum og Halldórs Stefánssonar, Hamborer mér virtist að mundu hafa þyngst fé í dalnum. Að loknu ferðalagi um Fljótsdalinn fór eg um Velli og Skóga, lá þar næst hendi að líta á hið nýstofnaða fjárbú Skógarmanna. Um haustið (1920) gerðu nokkrir bændur í Skógum samtök sín á milli um stofnun fjárræk+arbús, til styrktar fjárrækt sinni í framtíðinni. — Sýnir það lofsverðan áhuga þeirra á fjárbótunum. Hver hluthafanna valdi 2 af sínum beztu ám til búsins og auk þess voru 2 ær keyptar hjá Haildóri Stefánssyni, Hamborg í Fijótsda! ásamt einum hrút, er hlotið hafði 1. verðlaun á hrútasýningu þar um

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.