Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 22

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 22
24 fyrir það eða pantaði þessi áhöld: sláttuvél, skurðpál (Egg- erts Briems), lagardælu, fræsáningsvél og garðplóg með tilheyrandi arfa- og hlújárnum. Auk þess fekk eg smíðað í Reykjavík, meðan á sýningunni stóð, hnífakerfi. — Eitt þessháttar hefur veriö smíðað áður og reynst vel á plægða jörð. Á þessu voru gerðar litlar hreytiugar frá frumsmíð- inni — til bót ’. Herfið er ekki fullreynt ennþá, en fekk gott orð á sig hjá plægingarmanni sambandsins, Björgólfi Qunnlaugssyni, síðastliðið sumar. Eg hefi góðar vonir um að þetta herfi, skurðpállinn og garðplógurinn reynist hag- nýt verkfæri fyrir íslenzkan landbúnað. — En um það get- ur sambandið síðar borið vitni, þegar það hefur til hlítar ar reynt verkfærin. Eftir Reykjavíkurförina tók eg til starfa í Fljótsdals- héraði, um 20. júlí. Lá þá fyrst fyrir mér að mæla bún- aðarfélagsjarðabætur í Skriðdaishreppi, Skógum og Valla- hreppi. Var mælt fyrir 8 bændur í Skriðdal, 8 í Skógum og 9 á Völlum. Fræræktartil raun á Hallormsstað. Menn hafa löngum fundið til þess að grasræktin væri hér stopul með erlendu fræi og nauðsyn bæri til þess, ef hægt væri, að afla fræsins í landinu. Sambandið tjáði sér skylt, eigi síð- ur en öðrum búnaðarsamböndum landsins, að taka málið til íhugunar og lét í því skyni girða og vinna dálítinn blett á Hallormsstað, síðastliðið sumar. Hið umrædda land var plægt í maímánuði, en girt og fullunnið til sáningar í enduðum júlí. — En þó vantaði fræ og áburð, svo ekki var hægt að sá fyrr en 4. og 5. ágúst Alt svæðið naut samkyns og jafn mikils áburðar, sem var: 50 kg. fosforsýru, 25 kg. kali og 25 kg. köfnunarefnisá- buröar; en því var skift í 5 viðlíka reiti til sáningar og í þá var sáð sem hér segir: 1. axhnoðgrasi, 2. vallarfaxgrasi, 3. vallar-sveifgrasi, 4. háliðagrasi og 5. hásveifgr. Auk

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.