Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Síða 28

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Síða 28
30 bæði hér og annars staðar, er hún stórum mun minni hjá oss en útlendingum. Á Austurlandi er kartöflunotkunin eða kartöfluræktin réttara sagt mjög mismikil, sumstaðar má heita að hún fuilnægi heimilisþörfinni og meira þegar vel gengur, en annarsstaðar — sem ræktunars dlyrðin eru verri — þekkist svo að segja engin kartöflurækt. Þetta má ekki svo til ganga lengur, ef gott skal heita. Kartöflurækt- in <ða öllu heldur kartöflunotkunin þarf að komast inn á hvert heimili í ótakmörkuðum mælir, — hvort heldur að- staðan gagnvart ræktuninni er betri eða verri. Þeir, sem að einhverju leyti standa illa að vígi gegn kartöfluræktinni he mafyrir, ættu að taka höndum saman, leita þangað sem skilyrðin eru betii og rækta kartöflurnar í fél gsskap. Með félagsgarðyrkjunni má, á heppilegum stöðum, komast hjá mörgum annmörkum, svo sem frosthættu, vindhættu, vond- um jarðvegi o. fl„ er kynni að standa ræktuninni fyrir þrif- um á stöku stöðum. Auk þessa er eitt atriði ónefnt enn, er meira en nokkurt annað má telja félagsgaröyrkjunni til gildis og það er vinnusparnaður. Kartöflurækt rekin í stór- um stíl með hestkrafti og verkfærum útheimtar hl Jtfallslega miklu minni vinnu en samskonar iðn í smágöröum með handafla. Að enduðum þessum hugleiðingum þykir hlíða, að laus- lega sé drepið á ræktunarskilyrði og ræktunaraðferð með fálagsgarðyrkjuna aðallega fyrir augum. En jafnframt vil eg taka fram, að í þeim efnum verð eg að styðjast við þá út- lendu (skotsku) reynzlu, er eg hygg að bezt eigi viö hér á landi. Veðurátta og jarðvegur. Kartöfluræktin er hvorki fast bundin við sérstakt tíðarfar né vissa jarðvegstegund og getur þessvegna lukkast mæta vel undir misjöfnum stað- háttum. Kartöflur vaxa að vísu bezt í heitu og fremur þurru loftslagi, en gefa þó allgóða uppskeru við lágt hita-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.