Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Page 29

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Page 29
31 stig og breytilega veðuráttu — eins og hjá oss. Frost þola þær alls ekki, ein frostnótt getur ef til vili gereyðilagt blöð og stöngulhluta og stöðvað allan vöxt. Hin bezta jarðvegstegund, sem hugsanleg er til kart- öfluræktur, mun jafnan vera: djúp, sandblendin moldjörð, yfir gljúpum undirgrunn. Hér skiftir það mestu máli, að jarðvegurinn geti haldist opinn og hæfilega þurr. Þétt leir- jörð eða óræst mýrarjörð er þessvegna óhæf til kartöflu- ræktar. Aftur á móti gefur sandjörðin oft gagnrtæða raun einkum og helzt á þe'm stöðum, sem kalkrík efni eðajök- ulleir er í jörðu. Hvað stöðunum að öðru leyti viðvikur, er jafnan talið til bóta að landinu halli dálítið til suðvesturs og það sé skjólgott fyrir norðanátt, eða helztu kulda- og vindáttum. Áburðurinn. Kartaflan er nokkuð áburðarfrek, og þar eð rótin er ekki undirgrunnsækin | urfa öll nær'ngar- efni í jarðveginum að vera til staöar í plóglaginu og í létt- uppleysanlegri mynd. Og þá er eg kominn að því atriði garðyrkjunnar sem oss mun þykja einna erfiðast viðfangs, en það er, að fullnægja áburðarþörfínni. Áburðarskortur- inn er að mínu áliti það, sem hefur staðið garðyrkjunni hér mest fyrir þrifum. En við því hefur ekki verið gott að gera fyrir bændur. í fyrsta lagi er það, að þeir hafa marg- ir hverjir bæði litlum og lélegum húsdýraáburði fyrir að fara og annað hitt, að hann mega þeir tæplega missa frá túnræktinni; svo aflögum verður þá aðeins dálítill marn- ingur í kálgarðana. Úr þessu verður ekki bætt með félagsgarðyrkjunni, nema að einhverju leyti. Kemur þá fyrst til greina í því sambandi, fyrir félagsgarða nálægt sjó, þang og þari eða þá öllu heldur fiskslóg til áburðar. í öðru lagi get eg í- myndað mér svo frjóvan jarðveg héi á landi, að kartöflur greru í honum nokkur ár, án mikils áburðar. Kartöflur

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.