Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Page 32
34
Uppskeran. Að henni er unnið sem öðru við fé-
lagsgarðyrkjuna að miklu leyti með hestum og verkfærum
(kartöfluupptökuvél). Aftan á vélinni er hr ífur, sem ristir
undir moldarhryggina um leið og henni er ekið áfram, og
yfir skeranum snúast forkar, er kasta moldi. ni með kar-
töflunum í til hliðar og breiða úr þeim á jörðina.
Við kartöfluupptökuna þarf nokkurn mannafla, ef verk-
ið á að ganga fljótt; mun ekki af veita að 15—20 manns
sé til þess að taka upp undan vélinni. A Englandi vissi eg
til að skólabörn vora títt fengin til þeirra verka, í frístund-
um sínum á laugardögum; og þurfti þá 4 fullorðna menn
með þeim til þess að stjórna vélinni og verkinu. Sáning
og áburðarbreiðsla útheimtir einnig nokkurn mannakraft í
fáa daga, ef um mikk garðyrkju er að ræða, en að öðru
leyti getur einn maður, með hestum og verkfærum gegnt
öl'um garðyrkjustörfunum á stóru svæði, segjum 10—20
dagsláttum eða jafnvel meir. A því geta menn séð hve
stórkostlegur vinnusparnaður er við félagsgarðyrkjuna eða
hverja þá garðyrkju, sem rekin er í stórum stíl með hest-
um og verkfærum, í stað kartöfluræktar í smáum görðum
með handafla.
Eg hefi oft fundið til þess, í mínum ferðalögum um
sveitirnar, hve kartöfluræktin yfirleitt er skamt á veg kom-
in hjá oss. Á því geta þó verið heiðarlegar undantekning-
ar á stöku stöðum eða heimilum. — Sumstaðar hefur mér
gefist á að líta allgóða og vel hirta kartöflugarða, en víða
hefur mér virst, sem einhverskonar ólag mundi vera á kar-
töfluræktinni. Og ástæður til þess geta verið ærið marg-
ar og misjafnar, svo sem vinnufólksekla, áburðarskortur,
frosthætta, veðurhæð, óhentug garðstæði o. m. fl. Til þess
að ráða einhverjar bætur á slíku, hefur mér dottið i hug
félagsgarðyrkja á heppilegum stöðum. Æskilegt væri, ef
hreppabúnaðarfélög og stærri búnaðarsambönd vildu ljá