Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 35

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 35
37 Egilssonar og Hallfríðar Einarsdóttur. Skipu- lagsskrá og reglugerð sjóðsins, er birt í Arsritinu 1918— 19, bls. 28—32, 6. Leiðbeiningar og störf ráðunauts. Sjá Ársritið 1918—’l9, bls. 67. 7. Pantanir verkfæra, áburðar, útsæðis. Sjá um þær í Ársritinu 1918—’l9, bls. 68. 8. Aðrar umsóknir og málaleitanir til Sambandsins, er menn kunna að hafa fram að bera. Þess er að vænta, að allir þeir sem landbúnað stunda hafi áhug•; og þö.f á öllu því, er stutt getur og bætt at- vinnu þeirra. Sambandið er stofnað í þeim tilgangi. Sam- bandsdeildirnar bera það uppi. Fulltrúafundir ráða öllu um stefnu þess og störf. Mest er undir því komið, að deild- irnar og deildarmeðlimirnir hafi vakandi áhuga fyrir um- bótastarfseminni og sjái og velji þar réttar leiðir. Ahuginn hrindir henni áfram, tómlætið stingur henni svefnþorn. Allar sannar umbætur á sviði landbúnaðarins gera land:ð betra og byggilegra, þær eru því frá þjóðhags- legu sjónarmiði, sá heilladrýgsti arfur, sem vér, er land- búnað stundum, getum látið eftir oss til niðja vorra og fósturjarðar, um leið og þær styðja og efla vorn eigin hag. — Á meðan áhi ginn og viljinn eru vakandi, munu verk- efnin ekki vanta. Stjórnin

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.