Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Qupperneq 5
LANDSBOKASAFNIÐ 1974
BÓKAKOSTUR OG Bókakostur Landsbókasafns var í árslok samkvæmt aðfangaskrá
BÓKAGJAFIR 318.227 bindi prentaðra bóka og hafði vaxið á árinu um 5.982
bindi.
Mikill fjöldi binda var sem fyrr gefinn safninu eða fenginn í skiptum.
Landsbókasafni áskotnuðust margar stórmerkar bókagjafir, er gefnar voru hingað
til lands í tilefni af 11 alda afmæli íslandsbyggðar. Verður þeirra gjafa nú fyrst getið
sárstaklega:
Bertil Zachrisson menntamálaráðherra Svía skýrði frá því í hádegisverðarboði 01-
afs Jóhannessonar forsætisráðherra mánudaginn 29. júlí, að Svíar færðu íslendingum
að gjöf í tilefni 11 alda byggðarafmælisins m. a. úrval sænskra rita. Síðar um daginn
heimsótti menntamálaráðherrann ásamt öðrum meðlimum sænsku sendinefndarinnar
Landsbókasafn, þangað sem bókagjöfin var þá þegar komin.
Haraldur Sigurðsson bókavörður ritaði grein um sænsku bókagjöfina, er birt var í
dagblöðum borgarinnar skömmu síðar, og fer sú grein hér á eftir:
„Meðal annarra góðra gjafa, sem íslenzku þjóðinni berast á þessu minningarári, er
ágæt bókagjöf frá Svíum, sem nú hefur verið afhent Landsbókasafni. Ef til vill má líta
á hana sem eins konar framhald merkilegrar gjafar, sem þeir færðu okkur á öðru há-
tíðarári, þúsund ára afmæli Alþingis, árið 1930.
Þetta eru nokkuð á þriðja hundrað rita, sum mjög stór, enda eru alls í gjöfinni um
600 bindi. Þar mun vera að finna bækur um flesta þætti sænsks þjóðlífs og menning-
ar, auk sænskra uppsláttar- og fræðirita um almenn efni: þjóðfélags- og uppeldismál,
sögu, bókmenntir og listir. Margt er hér bóka um sænska bókfræði, þar sem saman er
kominn furðu margháttaður fróðleikur fyrir hvern þann, sem fýsir að kynna sér til
nokkurrar hlítar það, sem er og hefur verið að gerast með Svíum á undanförnum ár-
um, ekki sízt á menningarsviðinu.
Nokkuð er hér ágætra rita um sænska lærdómssögu. Þar er til að mynda hið kunna
Lychnos-Bibliotek, mikið safn eldri sænskra vísindarita í nýjum og vönduðum útgáf-
um og rannsóknir á þeim stefnum og straumum, sem farið hafa um menningar- og vís-
indalíf Svía síðustu aldirnar.
Birgitta helga var mikill höfuðskörungur kaþólskrar kristni með Svíum og kona
ekki einhöm. Henni opinberaðist margt dulinna hluta og ugglaust merkilegra. Það er
meira en líklegt, að Svíar séu nú orðnir vantrúaðir á sumt af því, sem þessi ágæta