Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 13
LANDSBÓKASAFNItí 1974
13
Benedikt S. Benedikz bókavörður í Birmingham gaf gögn varðandi Ebenezer Hend-
erson, er hann hafði keypt í Englandi, þ. á m. þakkarskjal, er Islendingar í Kaup-
mannahöfn afhentu Henderson 17. ágúst 1843, og skrifuðu 32 undir skjalið.
Bergsveinn Skúlason rithöfundur gaf 1) „Gest“, blað félagsins „Arbliks“ í Flatey, 2.
tbl. 4. árg. 1921, og 1.-7. tbl. 5. árg. 1922-23. 2) Dagbók Gísla Einarssonar bónda í
Skáleyjum 1885. 3) Sálmakver, skrifað 1856. 4) Ljóðabréf, Tófukvæði og vísur.
Einar Vilhjálmsson tollvörður afhenti æviminningar langafa síns Erlends Erlends-
sonar, síðast á Seyðisfirði, í Ijósriti eftir vélrituðu eintaki.
Háskólabókasafnið í Osló gaf ljósrit handritsins UB. 1528 4to, Lítil tilvísun um
Vestmannaeyja háttalag (sbr. grein Jóhanns Gunnars Ölafssonar síðar í þessari Ar-
bók).
Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrv. bæjarfógeti gaf „Lauritz Jacob Bergs og Martha
Berg. f. Bulls efterkommere (i áret 1938)“, ljósrit; ennfremur eitt sendibréf frá Jóni
Ólafssyni ritstjóra 16. ágúst 1915.
Þá gaf Jóhann Gunnar sjö kver, og eru þar m. a.: Rímur af Selikó og Berissu eftir
Hallgrím Jónsson „lækni“, og nokkur kvæði. - Kvæðakver að mestu með hendi Hálf-
danar Jónssonar á Bakka í Hnífsdal, sbr. eftirmála Magnúsar Hj. Magnússonar, sem
átt hefur kverið. - Lýsing Önundarfjarðar, skrifuð í Mosdal 1807-09.
Tryggvi Sveinbjörnsson bókbindari gaf „Beingrind“ um verzlun í Flatey eftir föður
sinn, Sveinbjörn P. Guðmundsson kennara, og með hendi hans. Hann gaf einnig
„Ruslakistu“ hans, þ. e. ýmsar gamansögur af austfirzkum mönnum.
Helgi Gíslason á Helgafelli á Fljótsdalshéraði færði safninu að gjöf handrit rímna
af Artimundi Ulfarssyni eftir Þorvald Þorleifsson á Horni í Hornafirði.
Jón L. Þórðarson forstjóri, Reykjavík, gaf Sögubók með hendi Þorsteins Þorsteins-
sonar á Heiði, og koma þar margir kappar við sögu, Partalopi, Nikulás leikari, Dínus,
Haraldur Hringsbani, Flórens og Blansiflúr o. m. fl.
Nanna Ólafsdóttir magister gaf eiginhandarrit Jóhannesar úr Kötlum að kvæðinu
„Er hnígur sól“ (Hart er í heimi).
Skúli Helgason fræðimaður gaf sex minnisgreinar eftir Pál Melsteð sagnfræðing og
með hendi hans. Greinarnar voru prentaðar í Blöndu VIII, 310-18, nema hin síðasta,
„Frá Hjörleifi Arnasyni".
Skúli hafði þegið handrit greinanna að gjöf frá Sigríði Thorarensen kennara, f.
15. september 1850.
Eitt bréf frá Ólafíu Jóhannsdóttur, ásamt nokkrum blaðaúrklippum og bókinni „De
ulykkeligste“ eftir Ólafíu. Adalheid Ulsaker í Ósló afhenti íslenzka sendiráðinu þar í
borg, en það lét gjöfina síðan ganga til Landsbóksafns.
Astráður Hjartar Björnsson bókbindari gaf m. a. 1. og 2. thl. III. árg. handritaðs
blaðs, Fjallarefs, 1932.
Pétur Halldórsson afhenti handrit föður síns, Halldórs Stefánssonar alþingismanns.
Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður afhenti m. a. uppskrift stud. theol. Jónasar
Hallgrímssonar frá vetrinum 1869-70 af Sálarfræði, lesinni fyrir af Herra presti séra