Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Side 17

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Side 17
LANDSBÓKASAFNIÐ 1974 17 Bókaskrá Bóksalafléags íslands hefur þarna aS nokkru brúað bilið, þar sem í henni er talinn allur þorri þeirra bóka fyrra árs, er á markaö fóru. Landsbókasafn hefur hin síðustu ár lagt Bóksalafélaginu alldrjúgt lið við samningu umræddrar skrár, en nú hefur skrefið verið stigið til fulls, þannig að skrá sú um ís- lenzk rit, janúar-nóvember 1974, Islenzk bókaskrá, er birtist í desember í 1. hefti Islenzkra bókatíðinda, rits Bóksalafélags Islands, var algerlega samin í þjóðdeild Landsbókasafns í umsjá Olafs Pálmasonar deildarstjóra og prentuð á vegum safnsins. Bókabúð Máls og menningar og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar léðu eintök til skráningar, jafnóðum og út komu. Bókaskráin í þessu hefti varð síðan stofn í þeirri allsherjarskrá um íslenzk rit árs- ins 1974, er Landsbókasafn gaf út sérstaka undir heitinu Islenzk bókaskrá 1974 í júnímánuði sl. Breytingar eru ýmsar frá því, sem tíðkazt hefur í Árbók Landsbóka- safns, og uppsetning hefur verið löguð að alþjóðlegum reglum, en hún auðveldar jafnframt samantekningu einnar skrár um rit ákveðins árafjölda. Er svo ráð fyrir gert, að safnið gefi út samsteypuskrá fimm ára í senn, hina fyrstu um árin 1974-78. Árbók sú, er hér kemur nú út, Árbók 1974, verður þannig seinasta Árbók með því lagi, sem verið hefur á henni, frá því er Árbók 1944 var gefin út árið 1945. Ætlunin er, að í Árbók 1975, prentaðri 1976, verði skýrsla landsbókavarðar um starfsemi safns- ins 1975 auk nokkurra ritgerða, svo sem verið hefur, en skrá um íslenzk rit ársins 1975 kemur út sérstök, fyrst að hluta í íslenzkum bókatíðindum, en síðar sérstök heildarskrá, eins og lýst hefur verið hér að framan. Rétt er að birta í þessari Árbók greinargerð Ólafs Pálmasonar í formála íslenzkrar bókaskrár 1974 um umfang hennar: „I ársskrána eru teknar bækur og bæklingar, en ekki blöð, tímarit og árbækur né heldur ársskýrslur félaga og stofnana eða reikningar þeirra. Þetta eru allmiklu þrengri efnismörk en í skránni íslenzk rit, sem birzt hefur í Áibók Landsbókasafns. Einhverj- um verður að vonum eftirsjá að þessu efni, en á það er að líta, að birting þess alls í ársskránni mundi seinka útkomu hennar meira en hóf er á, ef hún á að verða að því gagni við kynningu íslenzkrar bókaútgáfu, sem vænzt er. Stefnt er að því að gera blaða- og tímaritaefninu skil um leið og ársskránum verður steypt saman í fimm ára skrá. Þó að efnismörk hafi í meginatriðum verið dregin eins og nú var lýst, eru tekin í þessa skrá fáein ársrit, sem líta má á sem handbækur (dæmi: Almanak Hins ísl. þjóð- vinafélags, Skrá yfir íslenzk skip). Enn fremur eru í skránni þær ritraðir, sem mynd- aðar eru af einefnisritum (dæmi: Fjölrit Veiðimálastofnunarinnar, Hagskýrslur ís- lands, Studia Islandica). Ymsar tegundir smærra efnis eru látnar óskráðar. Meðal slíks efnis eru kynningar- bæklingar (s. s. verðlistar, ferðabæklingar og leiðarvísar um notkun varnings og tækja), dagbækur, leikskrár, sýningar- og mótaskrár, enn fremur gögn, sem ætluð eru til mjög þröngra nota (í fyrirtæki eða stofnun). Frá þessu eru gerðar undantekningar, ef sérstaklega er í slík rit borið eða þau virðast hafa óvenjulegt gildi. Að öðru leyti er umfang skrárinnar miðað við efni, sem unnið er (prentað eða 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.