Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Qupperneq 17
LANDSBÓKASAFNIÐ 1974
17
Bókaskrá Bóksalafléags íslands hefur þarna aS nokkru brúað bilið, þar sem í henni
er talinn allur þorri þeirra bóka fyrra árs, er á markaö fóru.
Landsbókasafn hefur hin síðustu ár lagt Bóksalafélaginu alldrjúgt lið við samningu
umræddrar skrár, en nú hefur skrefið verið stigið til fulls, þannig að skrá sú um ís-
lenzk rit, janúar-nóvember 1974, Islenzk bókaskrá, er birtist í desember í 1. hefti
Islenzkra bókatíðinda, rits Bóksalafélags Islands, var algerlega samin í þjóðdeild
Landsbókasafns í umsjá Olafs Pálmasonar deildarstjóra og prentuð á vegum safnsins.
Bókabúð Máls og menningar og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar léðu eintök til
skráningar, jafnóðum og út komu.
Bókaskráin í þessu hefti varð síðan stofn í þeirri allsherjarskrá um íslenzk rit árs-
ins 1974, er Landsbókasafn gaf út sérstaka undir heitinu Islenzk bókaskrá 1974 í
júnímánuði sl. Breytingar eru ýmsar frá því, sem tíðkazt hefur í Árbók Landsbóka-
safns, og uppsetning hefur verið löguð að alþjóðlegum reglum, en hún auðveldar
jafnframt samantekningu einnar skrár um rit ákveðins árafjölda. Er svo ráð fyrir gert,
að safnið gefi út samsteypuskrá fimm ára í senn, hina fyrstu um árin 1974-78.
Árbók sú, er hér kemur nú út, Árbók 1974, verður þannig seinasta Árbók með því
lagi, sem verið hefur á henni, frá því er Árbók 1944 var gefin út árið 1945. Ætlunin
er, að í Árbók 1975, prentaðri 1976, verði skýrsla landsbókavarðar um starfsemi safns-
ins 1975 auk nokkurra ritgerða, svo sem verið hefur, en skrá um íslenzk rit ársins
1975 kemur út sérstök, fyrst að hluta í íslenzkum bókatíðindum, en síðar sérstök
heildarskrá, eins og lýst hefur verið hér að framan.
Rétt er að birta í þessari Árbók greinargerð Ólafs Pálmasonar í formála íslenzkrar
bókaskrár 1974 um umfang hennar:
„I ársskrána eru teknar bækur og bæklingar, en ekki blöð, tímarit og árbækur né
heldur ársskýrslur félaga og stofnana eða reikningar þeirra. Þetta eru allmiklu þrengri
efnismörk en í skránni íslenzk rit, sem birzt hefur í Áibók Landsbókasafns. Einhverj-
um verður að vonum eftirsjá að þessu efni, en á það er að líta, að birting þess alls í
ársskránni mundi seinka útkomu hennar meira en hóf er á, ef hún á að verða að því
gagni við kynningu íslenzkrar bókaútgáfu, sem vænzt er. Stefnt er að því að gera
blaða- og tímaritaefninu skil um leið og ársskránum verður steypt saman í fimm ára
skrá. Þó að efnismörk hafi í meginatriðum verið dregin eins og nú var lýst, eru tekin
í þessa skrá fáein ársrit, sem líta má á sem handbækur (dæmi: Almanak Hins ísl. þjóð-
vinafélags, Skrá yfir íslenzk skip). Enn fremur eru í skránni þær ritraðir, sem mynd-
aðar eru af einefnisritum (dæmi: Fjölrit Veiðimálastofnunarinnar, Hagskýrslur ís-
lands, Studia Islandica).
Ymsar tegundir smærra efnis eru látnar óskráðar. Meðal slíks efnis eru kynningar-
bæklingar (s. s. verðlistar, ferðabæklingar og leiðarvísar um notkun varnings og
tækja), dagbækur, leikskrár, sýningar- og mótaskrár, enn fremur gögn, sem ætluð eru
til mjög þröngra nota (í fyrirtæki eða stofnun). Frá þessu eru gerðar undantekningar,
ef sérstaklega er í slík rit borið eða þau virðast hafa óvenjulegt gildi.
Að öðru leyti er umfang skrárinnar miðað við efni, sem unnið er (prentað eða
2