Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Qupperneq 18
18
LANDSBÓKASAFNIÐ 1974
fjölfaldað með öðrum hætti) hér á landi á kostnað innlendra aðila eða erlendra, enn
fremur sams konar efni, sem unnið er erlendis og gefið út af íslenzkum kostnaðar-
aðilum. Efnið er fært til skrár án tillits til þess, hvort texti þess er á íslenzku eða öðr-
um málum eða hvort efnið fer á almennan markað eða ekki.
Það efni, sem bætzt hefur í skrána frá því í desember sl., er að verulegu leyti komið
til Landsbókasafns við skylduskil, sem prentsmiðjur og önnur fjölföldunarfyrirtæki
inna af hendi skv. lögum nr. 11/1949. Skilum til safnsins fyrir árið 1974 er ekki lokið
að fullu, þegar skráin fer til prentunar, en það sem enn vantar á full skil verður skráð
með efni ársins 1975.“
MISSKRÁNING Þegar ákveðið var á miðju ári 1973 að breyta skráningarháttum
ISLENZKRA RI7A j þjóðdeild safnsins á þann veg að hætta að skrá á föðurnafn ís-
lenzkra höfunda, en skrá í þess stað á skírnarnafn, opnaðist leið
til þess, að Landsbókasafn annaðist að hætti fjölmargra þjóðbókasafna miðskráningu
íslenzkra rita. Með henni er átt við, að íslenzk rit verði flokkuð og skráð í Lands-
bókasafni, jafnóðum og þau koma út, en síðan verði spjöldin fjölfölduð og öðrum
gefinn kostur á að kaupa þau þannig tilbúin.
Bókafulltrúa ríkisins hefur að vonum lengi verið mikið í mun, að af slíkri mið-
skráningu gæti orðið, og hófst hún á árinu fyrir meðalgöngu og atbeina hans. Ráð-
stafaði hann með leyfi Menntamálaráðuneytisins nokkru fé til Landsbókasafns, svo að
það gæti þegar á árinu 1974 hafið þetta verk, en jafnframt samdi hann um það við
Ríkisútgáfu námsbóka, að hún annaðist fjölgun spjalda, sölu þeirra og dreifingu.
AÐSÓKN Hér fer á eftir skýrsla um notkun bóka og handrita, um lesenda-
fjölda, útlán og tölu lántakenda:
Flokkur 1974
000 9748 bindi
100 341 -
200 387 -
300 2083 -
400 445 -
500 1273 -
600 442 -
700 146 -
800 ....................................... 2280 -
900 3552 -
Samtals..................................... 20.697 bindi
Handrit.......................................4.883
Lesendur ....................................13.969
Útlán (bóka og handrita)......................1.377
Lántakendur ................................... 276