Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 20
20
LANDSBÓKASAFNIÐ 1974
eintök, er það síöan verji til bókaskipta við erlend söfn, svo sem verið hefur, það
samrýmist ekki tilgangi laganna, eins og þau eru nú túlkuð, og er sú túlkun í samræmi
við það, sem tíðkast t. a. m. á Norðurlöndum og víðar í nágrannalöndum okkar.
Mjög æskilegt er, að Landsbókasafni verði á annan hátt gert kleift að halda uppi
hókaskiptum við erlend söfn, og sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja,
að Landsbókasafn geti eftir sem áður sent bókasafni Manitobaháskóla í Winnipeg
helztu rit, er hér koma út og íslenzkudeild skólans mega að haldi koma vegna kennslu
og rannsókna í íslenzkum fræðum.
Skýrt verður nánara frá hinum nýju prentskilalögum, þegar þau hafa hlotið endan-
lega afgreiðslu á Alþingi.
ÞJÓÐARBÓKHLAÐA Að þessu sinni verður hér birt niðurlag bréfs byggingarnefndar
þjóðarbóklilöðu til Fjármála- og áætlanadeildar Menntamála-
ráðuneytisins 27. maí sl.:
„Byggingarnefnd þjóðarbókhlöðu leyfir sér að vænta þess, að í fjárlögum fyrir árið
1976 verði veitt nægilegt fé til þess, að hafin verði nú loks bygging þjóðarbókhlöðu,
en sumarið 1976 verða liðin tíu ár frá því er skipuð var þriggja manna nefnd, ráðu-
neytisstjóra Menntamálaráðuneytisins, landsbókavarðar og háskólabókavarðar, „til
að athuga, hversu málum vísindalegra bókasafna verði skipað hér á landi til fram-
búðar, þ. á m. um tengsl Háskólabókasafns og Landsbókasafns“.
Bygging bókhlöðu, er rúmaði Landsbókasafn og Háskólabókasafn og stuðlaði jafn-
framt að því, að þessum söfnum yrði steypt svo sem auðið væri í eina samvirka heild,
var talin sú lausn, er vænlegust væri til frambúðar.
Þörfin á slíkri byggingu vex með hverju árinu sem líður og hefur aldrei verið
brýnni en nú. Frekari dráttur en orðinn er á smíði hennar getur ekki orðið til annars
en lama starfsemi þeirra stofnana, sem hér um ræðir, og draga úr vexti þeirra og
viðgangi.“
Landsbókasafni Islands, 1. október 1975.
Finnbogi Guðmundsson.