Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 103

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 103
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON LfSING VESTMANNAEYJA FRÁ 1704-1705 Eftir séra Gissur Pétursson á Ofanleiti I Árni Magnússon prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og sekreteri (skjalasafns- ritari við ríkisskjalasafnið) var einhver mesti fræðimaður á íslenzk málefni og önnur og bóka- og handritasafnari, sem uppi hefur verið meðal íslendinga. Hann var óþreyt- andi við að afla allra gagna um landssöguna, þjóðhætti og landið sjálft. Það leikur ekki á tveim tungum, að fyrir hvatningu hans hafa til orðið tvær elztu héraðslýsingar, sem nú þekkjast: Lýsing Ölfushrepps frá 1703 eftir Hálfdán Jónsson lögréttumann á Reykjum og lýsing Vestmannaeyja eftir séra Gissur Pétursson á Ofan- leiti frá 1704-1705. Verður hér reynt að gera grein fyrir handritum þeim, sem varð- veitzt hafa af Vestmannaeyjalýsingunni, og fleiri atriðum í því sambandi. Kunnugt er nú um fjögur handrit af lýsingunni, og eru þau þessi, raðað eftir aldri, eins og síðar munu færð rök að: 1 Háskólabókasafninu í Ösló, UB. 1528 4to, í Lands- bókasafni íslands, Lbs. 123 4to, í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, Ny kgl. saml. 1677 4-to, og Árnasafni, MSteph. 55 4-to. Tvö þessara handrita eru myndskreytt, og verða þau sérstaklega gerð að umtalsefni. II Árið 1702 fól konungur þeim Árna og Páli Jónssyni Vídalín lögmanni að gera jarðabók um allt ísland, og unnu þeir að henni til 1712 með nokkurri verkaskiptingu, en þá var Árni kvaddur til Danmerkur, og kom hann ekki eftir það til Islands. í öndverðum maímánuði 1704 fór Árni út í Vestmannaeyjar og dvaldist þar um fimm vikna skeið. Vann hann að gerð jarðabókarinnar um Vestmannaeyjar, og er sú bók til í eiginhandarriti hans. Notaði hann einnig tímann til þess að kynna sér hag eyjarskeggja, og sér þess víða merki í tillögum hans og álitsgerðum til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn. Einnig endurskoðaði hann fjárhag Landakirkju og meðferð kaup- manna á fjármunum hennar. En þeir voru fjárhaldsmenn kirkjunnar og reikningshald- arar. Þá safnaði hann örnefnum og ýmislegum upplýsingum úr sögu Vestmannaeyja og fékk til liðs við sig séra Gissur Pétursson prest á Ofanleiti (1689-1713). Þá hefur hann eflaust farið þess á leit við séra Gissur, að hann skrifaði lýsingu Vestmannaeyja. Aftan við handrit að lýsingunni, sem varðveitt er í Ósló, er ritað þetta bréf til Árna:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.