Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 113

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 113
PAUL MORGAN BUNDIÐ FYRIR ÍSLENDING: GUÐBRANDSBIBLÍA í IIAFNARBANDI Sagan af Guðbrandi biskupi og biblíu hans hefir ekki legið hulin mönnum síðari ára,1 en samtímabókbönd á þeim eintökum, sem enn má finna á söfnum, hafa eigi verið rannsökuð sem skyldi, og er hér reynt að leggja dálítið af mörkum til þessa máls. Ekki sleppti Guðbrandur biskup hendinni af biblíunni, er prentun var lokið, heldur fékk hann lærðan bókbindara frá Hamborg til Hóla, sem batt mörg eintök af bókinni og kenndi ýmsum iðn sína um leið. Einnig voru um hundrað eintök send til Kaup- mannahafnar til þess að láta setja þau þar í praktband.2 Þegar óvenjufallega bundið eintak kom í leitirnar í bókasafni Lincoln College, Oxford,3 datt þeim sem þetta ritar fyrst í hug, að hér væri um eitt slíkra stássbundinna eintaka að ræða, og hóf hann því að elta uppi öll þau eintök, sem finnast á Bretlandi. Við nánari athugun kom þó í ljós, að eintak Lincoln College var nátengdara Guðbrandi biskupi en flest önnur, sem um er vitað, og féll þar að auki ekki í neinn flokk upphaflegu bókbandanna frá 1584,4 en bandið ennfremur svo merkilegt, að vert var af þeim sökum einum að lýsa því sérstaklega. Skal það nú gert samkvæmt forsögn, er Howard Nixon samdi vegna lýsingar á bók- um Broxbourne safnsins. Spjöld: Stœrð: 396X260X100 mm. Efni: Brúnt kálfskinn yfir jöfnuð tréspjöld, prýtt silfri, sem nú er að mestu bundið súrefni. Silfur var nokkuð oft notað til prýði í Danmörku og Þýzkalandi á viðhafnar- band um þetta leyti;5 þannig eru dálitlar eftirstöðvar af því á eintaki St. John’s Col- lege, Cambridge, og á allmörgum eintökum Konunglega bókasafnsins í Kaupmanna- höfn.6 A fremra spjaldi er sporöskjulaga mynd, nú að mestu afmáð, en var kannski Kristur í Tign Sinni (Majestas-mynd), með flúruðum hornum. Utan við er umgerð úr fjórum myndaböndum til skiptis við ósilfruð strikabönd; myndir eru i) (innst) hringmynda veltistimpill, 4 mm breiður, ii) veltiborði 120X7 mm, á eru fjórar mynd- ir, og sveigmynduð bönd á milli; myndir eru nakinn karlmaður, er leikur á hörpu, hálfur engill, [rómverskur?] hermaður og fugl, iii) 16 mm víður veltiborði og á burstarmynd einu sinni upp hvora hlið, en tvisvar efst og neðst, iv) veltiborði 120X7 mm, á honum hringar sig meiður, og vaxa á honum akörn og granötur. Ofan og neðan við miðflötinn er letrað HALLGRIMUS og THEODORI og sitt hvorum megin 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.