Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Qupperneq 116
116
GUÐBRANDSBIBLÍA í HAFNARBANDI
því ráða það af, aS Hallgrímur hefur veriS peningaþurfi til heimfarar og fargaS kjör-
grip sínum um þaS leyti sem Elmenhorst fékk bréf meistara síns. Louis Elzevier, bók-
sali og prentari, seldi bókasafn Scaligers eftir dauSa hans (marz 1609), en nú þekkist
hvergi eintak af söluskránni.10 Þó má ráSa þaS, aS biblía þessi var seld þar, því aS á
framhliS fremsta saurblaSs er ritaS meS rithönd frá fyrri hluta 17. aldar const: 5:0
Ex Bibliotheca lllustrissimi Scaligeri (þ. e. seldist á 5 (gyllini?) úr bókasafni hins
stórfræga Scaligers). Efst í hægra horni fremra álímds blaSs er ritaS meS annarri
hendi frá sama tímabili % // 0.0. Ekki hefur tekizt aS hafa uppi á því, hvernig bókin
varS innlyksa í safni Lincoln College, því aS gefendaregistur þaS, sem hafiS var
1676, og elztu skrár safnsins eru horfnar;11 þó má sjá merki þess, aS biblían hefur
veriS hlekkt viS bókaskáp, og bókmerki safnsins, sem límt er innan á fremra spjald,
merkir þaS, aS hún var þangaS komin fyrir miSbik 18. aldar. Allmargir gefendur eru
hugsanlegir frá tímabilinu 1610-1700, en líklegastur allra er Thomas Marshall D. D.,
rektor Lincoln College 1672-85, er var kunnur aS tungumálaáhuga sínum; þó er eng-
in vitneskja um þaS, aS hann hafi átt íslenzka biblíu.
Band biblíu þessarar er hiS fegursta, sem til er í Oxford frá sextándu öld og fyrri
hluta seytjándu aldar; flestar bækur á þessu sviSi eru í mjög venjulegu bandi eSa hafa
veriS endurbundnar síSar. AS auki er eigendaröSin óvenju merkileg; fara þar saman
hinn óhamingjusami unglingur, sem lét gera praktband þetta í oflæti sínu, og einn
ágætasti vísindamaSur klassiskra fræSa, og einnig, ef Thomas Marshall var réttilega
eigandi hennar, einn þeirra fáu manna, sem þekktu Þorleif Gíslason, enn annan vænan
ungling, er dó váveiflega, einn síns liSs í Oxford.12
Benedíkt S. Benedikz þýddi.
TILVÍSANIR:
1 Sjá Halldór Hermannsson: lcelandic books of the 16th century, Ithaca 1916, bls. 28-35;
Klemens Jónsson: Fjögur hundru'Ö ára saga prentlistarinnar á Islandi, Reykjavík 1930, bls. 30-
33, og Benedikt S. Benedikz: Iceland (The Spread of Printing), Amsterdam 1969, hls. 18-24.
- Arngrímur Jónsson: Crymogœa, Hantborg, 1609, bls. 156 (þ. e. 256): Ne quid autem ad absoluti
operis ornatum aut sumptuum magnitudinem deesset, Bibliopegum Hamburgo Episcopus con-
duxit, qui mensibus aliquot multa exemplaria compegit et aliis ad hanc rem ab Episcopo destina-
tis, artem istam monstravit, ita ut reliqua domi, pari fere elegantia preparata sint, præter 100,
Hafniæ compacta. - Guðbrandur biskup nefnir og ýmislegt um „Jurin“ bókbindara sinn í minnis-
bók sinni; sjá Iðnsögu íslands, Reykjavík, 1943, II, 239-40 og tilvitnanir þar.
3 Höfundur þakkar bókaverði Lincoln College, Oxford, fyrir vinsamlegt leyfi, er hann veitti til
þess, að bókinni yrði lýst hér.
4 Höfundur vonast til þess að geta birt síðar niðurstöður rannsókna sinna á bandi annarra til-
tækra eintaka.
5 H. M. Nixon: Broxbourne Library; styles and designs in bookbinding, London 1956, bls. 94.
8 Anker Kyster: Bookbindings in the public collections oj Denmark, Cph. 1938, I, nr. 19-27.
7 Páll E. Ólason: íslenzkar œviskrár, Reykjavík 1940-52, II, 292.
8 J. J. Scaliger: Epistolae omnes, Leiden 1628, bls. 502.
0 Sama rit, bls. 507. í óprentuðu bréfi, dags. 6. ágúst 1603, ræðir Scaliger um greiðslu fyrir ís-