Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 120

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 120
120 HORFUR í AMERÍSKUM BÓKASAFNAMÁLUM sjónvarps og kvikmynda og tölvunnar, hefur haft geysileg áhrif á starfsemi bókasafna í Bandaríkjunum. Þessir svokölluðu nýrri fjölmiðlar eru þó alls ekki svo nýir. Amerísk hókasöfn höfðu fyrir löngu fært út kvíarnar, þ. e. ekki látið staðar numið við hæk- urnar eða hið prentaða orð, heldur safnað jafnframt hljómplötum, myndum, skyggn- um og margvíslegu efni, sem strangt tekið verður ekki flokkað undir bækur, sem við hins vegar kennum okkur við. Nýjungar sem segulbönd, segulbandahylki, mynd- og hljóðræmur og önnur slík tækni, allt er þetta auðvelt til afnota og í meðförum og eins og hverjir aðrir hversdagshlutir, er þorri manna þekkir og er tamt að beita. Eftir- spurn bókasafnagesta eftir slíkum hlutum hefur því farið vaxandi, enda finnst þeim ekkert eðlilegra en þeirra sé að vænta í söfnunum, þótt ekki séu þeir bókakyns. I kjölfar þessara nýjunga sigla svo aðrar allt upp í innansveitardreifistöðvar (Com- munity Antenna) eða lokað sjónvarpskerfi (Cable Television), sem þegar er farið að gera ráð fyrir í framtíðaráætlunum, og er þá hvorttveggja til, að bókasöfnin eigi frum- kvæði að því efni, sem haft er á boðstólum, eða miðli því, sem aðrir leggja til. Mörg almenningsbókasöfn eru þegar í tengslum við fræðslu- og fréttadagskrár, sem sendar eru út annaðhvort útvarps- eða sjónvarpsleiðina eða símleiðis, og það þykir engin goð- gá lengur að hugsa sér bókasafn í tengslum við ýmiss konar rafeindakerfi, á sama hátt og við erum þegar í síma- og fjarritunarsambandi og beinu tölvusambandi. I öllu þessu skiptir tæknin ekki höfuðmáli, heldur hið breytta hlutverk bókasafnanna. Þess- ari starfsemi væri sumri hverri ekki við komið né lieldur væri hún svo árangursrík, ef engar væru vélarnar, en úrslitum ræður hið nýja viöhorf til hókasafnaþjónustu, sem nú er ekki lengur rígbundin við eitt einstakt safn, bókakost þess og híbýli. Og með tilkomu tölvunnar hefur verið efnt til samvinnu um ýmiss konar verkefni og það haft enn sem komið er meiri áhrif á safnreksturinn inn á við en beina þjónustu við notendur út á við. MARC-kerfið, MEDLARS og hin víðfræga miðstöð í bókasafni Ohio College (Ohio College Library Center (OCLC)), þar sem kostur gefst á beinu skráningarsambandi, eru allt dæmi um hið nýja viðhorf, sem vélvæðingin hefur skapað. Svo er véltækninni fyrir að þakka, að með sh'kum tilraunum í hnitunar- og samvinnuátt ern allgamlar hugmyndir um bókasafnaþjónustu orðnar að veruleika, hugmyndir, sem áður virtust vera meira í ætt við hugsjónir en þær væru í rauninni framkvæmanlegar. Áhugi amerískra bókavarða á þessari tækni og vilji þeirra til að hafa sameiginleg not bæði af gögnum og þjónustu, á rætur að rekja til þess heföbundna sjónarmiðs Ameríkumanna, að bókasöfn og þeir fjársjóðir, sem þar eru saman komnir, komi að notum. Viö virðum varðveizlusjónarmiðið, en einungis, ef tilgangur varðveizlunnar er sá, að hið varðveitta komi að notum, en varðveizlan sé ekki tilgangur í sjálfri sér. Að nokkru kemur þetta til af því, að við eigum miklu minna af fágæti og fjársjóð- um en hin gömlu söfn í Evrópu. Mikil söfn bæði hér og annars staðar eru eldri en nokkurt safn í Bandaríkjunum og raunar eldri en Bandarikin sjálf. Þegar söfn okkar komu fram á sjónarsviðið, ortu þau upp á nýjan stofn án þess að hafa áhyggjur af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.