Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 122
122
HORFUR í AMERÍSKUM BÓKASAFNAMÁLUM
Hverjar þessar vísbendingar eru og hversu þeim verði tekið í söfnunum, það er enn
á athugunarstigi í Bandaríkjunum.
Það er auðvitað erfiðast fyrir okkur, sem erum orðnir gamlir í hettunni, að hreyta
til, og bókavarðaskólarnir hafa fallizt á þörfina og komið á fót vinnustofum og stofn-
unum, efnt til stuttra námskeiða, framhaldsnáms fyrir þá, er lokið hafa meistaraprófi,
og leitað annarra bragða, er verða mættu til að veita okkur þá skólun, sem við margir
þörfnumst í viðureigninni við þessa galvösku veröld. Umskiptin hafa verið snöggari
og valdið minni áhyggjum en ætlað var fyrir tveimur mannsöldrum. Og eitt höfum við
lært og það sem afarmiklu máli skiptir: hin nýja tækni sparar ekki fé í gallhörðum
peningum, heldur fáum við að sama skapi meira sem við verjum auknu fé til hennar.
Arangur miðað við kostnað merkir ekki endilega, að hann náist fyrir minna, heldur
að það sem vinnst verði miklu meira. Með öðrum orðum: hin nýja tækni mun kosta
meira, en allt bendir til, að hún muni vel svara kostnaði.
En vélvæðingunni fylgir annað, sem er öllu erfiðara viðfangs. Þegar horfið er að
gersamlega ólíkum skráningarháttum og aðferðum við upplýsingamiðlun, hefur það
margvísleg áhrif á starfslið og alla tilhögun og getur því leitt til þess, að stokka verði
upp núverandi starfslið og skipta á annan veg með því verkum. Færri bókaverðir og
fleiri tæknimenn er ein leiðin, færri sérþjálfaðir starfsmenn í flokkun og skráningu
og fleiri kerfisfræðingar er önnur, í sumum tilvikum er það gert að algeru skilyrði,
að miklu fámennara starfslið afkasti enn meira verki. Hér er því um eins konar iðn-
byltingu í smáum stíl að ræða, og viðbrögð sumra eru áþekk. Það eru þessir nútíma
Luddítar,1 sem hyggjast leysa vandann með því að láta vélarnar keyra í strand (eða
að minnsta kosti eyðileggja þær, svo að lítið beri á); þá er stefnt að aukinni hlutdeild
starfsliðs í stjórn safnanna, svo að ekki verði farið ómanneskjulega að einstökum
starfsmönnum, þegar lagt er á ráðin og ákvarðanir teknar um störf þeirra; í gangi
eru og aðgerðir í ætt við afskipti verkalýðsfélaga, er miða að því að vernda núverandi
starfsmenn gegn hvers konar skerðingu af völdum tækninnar á rétti þeim og sérréttind-
um, er þeir nú hafa. Samtök sérlærðra starfsmanna hafa ekki enn hlotið almenna
viðurkenningu í Bandaríkjunum, og sú hugmynd að ganga í verkalýðsfélag vefst fyrir
mörgum bókavörðum og öðru sérlærðu fólki, og koma þar til bæði heimspekilegar
og sálfræðilegar ástæður. Eins og verða vill á slíku breytingaskeiði, hafa talsverð átök
og glundroði fylgt þessari aðlögun og hagræðingu; og þeir, sem búa sig undir nú á
dögum að stýra bókasöfnum, þurfa víslega öllu fremur til að bera þekkingu á samn-
ingum verkalýðsfélaga, innbyrðisafstöðu starfsmanna og vísindalegri stjórnun fyrir-
tækja en hinni fræðilegu hlið bókasafnamálanna. Eg hygg, að enn meiri áherzla verði
lögð, þegar fram í sækir, á stjórnunarþáttinn í menntun bókavarða.
Vélvæðing getur hefnt sín á allt annan veg, þannig að hún verði til að skaða mjög
verulega hugmyndir, sem menn hafa gert sér um góða bókasafnaþjónustu. Ég á við
1 Luddítar (e. Luddites) voru hópur vélaraanna, er 1811 og 1816 efndu til uppþota í því skyni að
eyðileggja gufuknúna vefstóla.