Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Qupperneq 123

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Qupperneq 123
HORFUR í AMERÍSKUM B Ó KASAFN AMÁLU M 123 það, hversu ákvæði höfundaréttarlaganna hafa snert Ijósritunartækni, og ennfremur við verkefni, sem margir hafa sameinazt um og beitt véltækni við. Aðalmálið á þessu sviði í Bandaríkjunum er hið svonefnda Williams og Wilkins mál frá árinu 1968, þegar útgefendur nokkurra meiri háttar vísindatímarita kærðu National Library of Medicine (þjóðbókasafn í læknisfræði) og National Institutes of Health Libraries (bókasöfn heilbrigðisstofnana ríkisins) fyrir brot á þeim ákvæðum höfundaréttarlaganna, er lúta að „sanngjarnri notkun“, en átt var við ljósritun tímaritaefnis í söfnum þessum bæði vegna millisafnalána og í þágu þeirra, er til safnanna leituðu. Þegar málið kom fyrir áfrýjunardómstól, sem er næsta dómstig við Hæstarétt, féll úrskurður bókasöfnunum í vil gegn útgefendum, en dómurinn tók það skýrt fram, að úrskurðurinn ætti einungis við þessa málavexti, þ. e. væri ekki allsherjarskýrgreining á hugtakinu „sanngjörn notkun“. Williams og Wilkins hafa áfrýjað, og Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fall- izt á að fjalla um málið. Hvorirtveggju útgefendur og bókaverðir bíða nú óþreyjufullii annars og ákveðnari úrskurðar. Ég veit ekki, hvort þið eruð orðin eins háð og við erum xerox-myndum og annarri ljósritunartækni, bæði að því er tekur til millisafnalána og myndunar efnis til notkunar í söfnum og annarrar slíkrar þjónustu. Sé eins ástatt fyrir ykkur, kunnið þið einnig að fylgjast af áhuga með úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna, þótt hann gildi vitaskuld ekki hér. Þegar New York Public Library og bókasöfn Harvard-, Yale- og Columbíúháskóla tóku ennfremur höndum saman og mynduðu með sér samtök rannsóknarbókasafna (Research Libraries Group) í því skyni m. a. að draga úr ónauðsynlegu tímaritahaldi og stefna heldur að sameiginlegu safni, risu útgefendur enn öndverðir og veittust opin- berlega að þessari ráðagerð. Þeir segja, að slíkt leiði óumflýjanlega til minnkandi sölu og tekna, samtökin séu hvorki meira né minna en „tilræði við verzlunina“. Bóka- verðir benda hins vegar á hækkandi bókaverð og kostnað við allt, er lýtur að safn- rekstri (bókband, frágang, viðhald, birgðir); hækkandi verð á erlendum bókum vegna óstöðugs gengis; vaxandi nauðsyn þess að vera á verði um geymslu efna vegna þverr- andi gæða bókaframleiðslunnar og aukinnar loftmengunar; stöðugar kröfur um hærri laun og meiri hlunnindi öllu starfsliði til handa, bæði sérlærðu og því, sem til að- stoðar er. Komið virðist í algera sjálfheldu, söfnin hafa ekki efni á því að draga að öll sömu ritin hvert í kapp við annað líkt og tíðkazt hefur í hinum stærri söfnum fram til þessa; og útgefendur geta ekki veitt sér að nota fjölbreytt efni í bækur sínar, nema þeir hafi nokkra tryggingu fyrir stöðugum og nægilega stórum markaði fyrir framleiðslu sína. Hvorugur aðilinn þykist geta vægt fyrir hinum, en hvorugur má við því að missa þjónustu hins. Þetta er geysimikill og fróðlegur vandi, og verði látið skerast í odda, getur það orðið mjög afdrifaríkt fyrir bókasöfnin. Verði útgefendur hlutskarpari og verði milli- safnalán og ljósritun bókasöfnum fjárhagslega um megn, neyðumst við til að sætta okkur við nýjar og lægri hugmyndir um bókasafnaþjónustu - einmitt á sama tíma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.