Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 124
124
HORFUR í AMERÍSKUM BÓKASAFNAMÁLUM
og við erum að reyna að glæða almennan og víðtækan skilning á því, sem bókasafn
ætti að vera og gera.
Og það, sem er ekki síður mikilvægt, hinu vinsamlega sambandi milli útgefenda og
bókavarða, er á liðnum árum hefur lýst sér í samvinnu um sameiginleg áhugamál,
er nú stefnt í voða vegna fjandsamlegrar afstöðu beggja aðila í þessu deilumáli.
Fram til þessa hef ég einkum rætt um þróun mála, eins og hún hefur orðið í rann-
sóknarbókasöfnum, þar sem vaxandi áherzla hefur verið lögð á sem mest fræðilegt
framlag og bókfræðilega þjónustu á mjög háu stigi. Hafi breyting af þessu tagi í bóka-
söfnum orðið hröð, hefur hókasafnaþjónusta á hinum gersamlega andstæða pól ekki
síður vaxið hröðum skrefum, þar sem reynt er að fullnægja þörfum þeirra hópa þjóð-
félagsins, sem hafði fram að þessu ekki verið sinnt og miður máttu sín, voru raunar
ekki venjulegir notendur hókasafna né jafnvel hins prentaða orðs. Hér er ekki lögð
áherzla á fræðimannlegt framlag, heldur upplýsingu á allt öðru stigi. Með starfsemi
eins og þjónustu við þá, er miður mega sín, og áætlun, sem nefnd hefur verið Út á
meðal fólksins, og upplýsingamiðstöðvum héraðanna og öðrum miðstöðvum, sem fólk
getur snúið sér til, leitast hókasöfn liinna minni háskóla eða háskólaútibúa við að leysa
þarfir þeirra, er njóta ekki fyrirgreiðslu hinna venjulegu bókasafna, og verða þannig
veigamiklar félagsmálastofnanir. Það kann að virðast að nokkru séramerískt vandamál.
Svarti minnihlutinn er t. a. m. verulegur hluti þess hóps, sem látinn er njóta þessarar
þjónustu, en hún er ekki einskorðuð við hann; hvaða minnihlutahópur sem er, hvort
heldur að tölunni til eða að eigin mati á stöðu sinni miðað við það, sem úr býtum
er borið í þjóðfélaginu (konur, t. d.), á þar hlut að máli, og þessi stefna í átt til meira
jafnræðis öllum til handa er ekkert séramerískt fyrirbæri. Innan vébanda Ameríska
hókavarðafélagsins hefur þessa viðhorfs gætt undir breiðari fyrirsögninni „Þjóðfé-
lagsleg ábyrgð“, heiti, sem farið er að tákna virkari þátttöku bókavarða í alls konar
þjcðfélagsmálum, sem þurfa ekki endilega að varða bókasöfn. Menn láta sér ekki að-
eins annt um stöðu kvenna í bókavarðastétt, heldur um stöðu kvenna hvar sem er;
ekki aðeins annt um ráðningu Mexicana og annarra minnihlutahópa til starfa í bóka-
söfnum, heldur til hvers konar starfa í þjóðfélaginu; ekki aðeins um bókasafnaþjónustu
til handa ógiftum mæðrum, þeim, sem eiga ekki heimangengt eða er óhægt um að
mennta sig, heldur láta þeir sig varða löggjöf um fóstureyðingu, læknisþjónustu og
hinn svonefnda opna skóla. Þetta viðhorf, ekki aðeins til bókasafna, heldur til þjóð-
félagsins í heild, hefur fengið sýnu meira á margan bókavörðinn en míkrospjaldið
eða tölvan. Og þótt þetta beri viss amerísk einkenni og spegli ákveðna minnihlutahópa
í landinu og langa hefð almenningsbókasafnaþjónustunnar, er ég viss um, að bóka-
verðir flestra landa eigi við að glíma eitthvað svipað. Ég veit, að Bretar, Þjóðverjar
og Svíar, svo að dæmi sé nefnt, beina athygli sinni að bókasafnaþjónustu við innflytj-
endur og við þá, sem lítt eða ekki hafa fengizt við bóklestur í iðnaðarsamfélögum
landa þeirra, og þótt menn nefni þetta liver á sinn veg, er takmarkið hið sama hvarl-
vetna: að veita öllum bókasafnaþjónustu.
Þótt á Islandi sé ekki við að etja vandamál ólæsis, geri ég ráð fyrir, að hér fyrir-