Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Qupperneq 124

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Qupperneq 124
124 HORFUR í AMERÍSKUM BÓKASAFNAMÁLUM og við erum að reyna að glæða almennan og víðtækan skilning á því, sem bókasafn ætti að vera og gera. Og það, sem er ekki síður mikilvægt, hinu vinsamlega sambandi milli útgefenda og bókavarða, er á liðnum árum hefur lýst sér í samvinnu um sameiginleg áhugamál, er nú stefnt í voða vegna fjandsamlegrar afstöðu beggja aðila í þessu deilumáli. Fram til þessa hef ég einkum rætt um þróun mála, eins og hún hefur orðið í rann- sóknarbókasöfnum, þar sem vaxandi áherzla hefur verið lögð á sem mest fræðilegt framlag og bókfræðilega þjónustu á mjög háu stigi. Hafi breyting af þessu tagi í bóka- söfnum orðið hröð, hefur hókasafnaþjónusta á hinum gersamlega andstæða pól ekki síður vaxið hröðum skrefum, þar sem reynt er að fullnægja þörfum þeirra hópa þjóð- félagsins, sem hafði fram að þessu ekki verið sinnt og miður máttu sín, voru raunar ekki venjulegir notendur hókasafna né jafnvel hins prentaða orðs. Hér er ekki lögð áherzla á fræðimannlegt framlag, heldur upplýsingu á allt öðru stigi. Með starfsemi eins og þjónustu við þá, er miður mega sín, og áætlun, sem nefnd hefur verið Út á meðal fólksins, og upplýsingamiðstöðvum héraðanna og öðrum miðstöðvum, sem fólk getur snúið sér til, leitast hókasöfn liinna minni háskóla eða háskólaútibúa við að leysa þarfir þeirra, er njóta ekki fyrirgreiðslu hinna venjulegu bókasafna, og verða þannig veigamiklar félagsmálastofnanir. Það kann að virðast að nokkru séramerískt vandamál. Svarti minnihlutinn er t. a. m. verulegur hluti þess hóps, sem látinn er njóta þessarar þjónustu, en hún er ekki einskorðuð við hann; hvaða minnihlutahópur sem er, hvort heldur að tölunni til eða að eigin mati á stöðu sinni miðað við það, sem úr býtum er borið í þjóðfélaginu (konur, t. d.), á þar hlut að máli, og þessi stefna í átt til meira jafnræðis öllum til handa er ekkert séramerískt fyrirbæri. Innan vébanda Ameríska hókavarðafélagsins hefur þessa viðhorfs gætt undir breiðari fyrirsögninni „Þjóðfé- lagsleg ábyrgð“, heiti, sem farið er að tákna virkari þátttöku bókavarða í alls konar þjcðfélagsmálum, sem þurfa ekki endilega að varða bókasöfn. Menn láta sér ekki að- eins annt um stöðu kvenna í bókavarðastétt, heldur um stöðu kvenna hvar sem er; ekki aðeins annt um ráðningu Mexicana og annarra minnihlutahópa til starfa í bóka- söfnum, heldur til hvers konar starfa í þjóðfélaginu; ekki aðeins um bókasafnaþjónustu til handa ógiftum mæðrum, þeim, sem eiga ekki heimangengt eða er óhægt um að mennta sig, heldur láta þeir sig varða löggjöf um fóstureyðingu, læknisþjónustu og hinn svonefnda opna skóla. Þetta viðhorf, ekki aðeins til bókasafna, heldur til þjóð- félagsins í heild, hefur fengið sýnu meira á margan bókavörðinn en míkrospjaldið eða tölvan. Og þótt þetta beri viss amerísk einkenni og spegli ákveðna minnihlutahópa í landinu og langa hefð almenningsbókasafnaþjónustunnar, er ég viss um, að bóka- verðir flestra landa eigi við að glíma eitthvað svipað. Ég veit, að Bretar, Þjóðverjar og Svíar, svo að dæmi sé nefnt, beina athygli sinni að bókasafnaþjónustu við innflytj- endur og við þá, sem lítt eða ekki hafa fengizt við bóklestur í iðnaðarsamfélögum landa þeirra, og þótt menn nefni þetta liver á sinn veg, er takmarkið hið sama hvarl- vetna: að veita öllum bókasafnaþjónustu. Þótt á Islandi sé ekki við að etja vandamál ólæsis, geri ég ráð fyrir, að hér fyrir-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.