Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 78

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 78
78 LANDSBÓKASAFNIÐ 1982 er jafnframt sat í tölvunefnd. Þá var Nanna Bjarndóttir skipuð að nýju í flokkunarnefnd. Ólafur Pálmason sótti sem fulltrúi Landsbókasafns fund í Aalsgaarde í Danmörku dagana 14.-15. október, en fundarefni voru norrænir MARC-gagnagrunnar og nýting þeirra. Fundur þessi var haldinn að frumkvæði NORDINFO og með tilstyrk þess. Helgi Magnússon sótti í júní þing Norræna rannsóknarbóka- varðasambandsins í Alaborg á Jótlandi og hlaut til fararinnar nokk- urn styrk frá Landsbókasafni. Helgi hefur verið um árabil formaður Deildar íslenzkra rannsóknarbókavarða, en hún er aftur aðili að norræna sambandinu. SÝNINGAR Á áttræðisafmæli Halldórs Laxness 23. apríl var efnt til sýningar, sem bar heitið Halldór Laxness og íslandsklukkan. Á sýningunni voru m. a. handrit skáldsins að verkinu, minnisbækur og ýmis gögn og heimildir, sem hugsanlegt er, að Halldór hafi haft hliðsjón af, þegar hann samdi íslandsklukkuna. Eiríkur Jónsson benti á það nýlega í riti sínu, sem hann nefnir Rætur íslandsklukkunnar, að skáldið hafi við samningu verksins m. a. leitað fanga í myndum. Nokkur þeirra myndverka, sem Eiríkur bendir á, voru á sýningunni. Sýningin stóð nokkrar vikur í anddyri Safnahússins, en í júní- mánuði voru flest sýningargögnin léð Amtsbókasafninu á Akureyri. Var sýningin þar einn liður Listahátíðarinnar svonefndu, er þessu sinni var haldin samtímis í Reykjavík og á Akureyri. Hinn 8. desember voru liðin 150 ár frá fæðingu norska skáldsins Bjornstjerne Bjornsons, og var þess minnzt með sýningu á verkum hans bæði á frummálinu og í íslenzkum þýðingum, ennfremur ýmsu, er um hann hefur verið ritað. Fyrir tilmæli menntamálaráðuneytisins og í samráði við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi voru léðar úr Landsbókasafni nokkrar gamlar bækur og nokkur blöð úr einu handriti á handrita- og bókasýningu, er stóð í Pierpont Morgan Library í New York 14. sept. til 14. nóv. og efnt var til þar að frumkvæði íslenzka menntamála- ráðuneytisins og í umsjá Árnastofnunar í tengslum við kynningu norrænnar menningar í Bandaríkjunum undir heitinu Scandinavia to-day.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.