Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 78
78
LANDSBÓKASAFNIÐ 1982
er jafnframt sat í tölvunefnd. Þá var Nanna Bjarndóttir skipuð að
nýju í flokkunarnefnd.
Ólafur Pálmason sótti sem fulltrúi Landsbókasafns fund í
Aalsgaarde í Danmörku dagana 14.-15. október, en fundarefni voru
norrænir MARC-gagnagrunnar og nýting þeirra. Fundur þessi var
haldinn að frumkvæði NORDINFO og með tilstyrk þess.
Helgi Magnússon sótti í júní þing Norræna rannsóknarbóka-
varðasambandsins í Alaborg á Jótlandi og hlaut til fararinnar nokk-
urn styrk frá Landsbókasafni. Helgi hefur verið um árabil formaður
Deildar íslenzkra rannsóknarbókavarða, en hún er aftur aðili að
norræna sambandinu.
SÝNINGAR Á áttræðisafmæli Halldórs Laxness 23.
apríl var efnt til sýningar, sem bar heitið
Halldór Laxness og íslandsklukkan. Á sýningunni voru m. a. handrit
skáldsins að verkinu, minnisbækur og ýmis gögn og heimildir, sem
hugsanlegt er, að Halldór hafi haft hliðsjón af, þegar hann samdi
íslandsklukkuna. Eiríkur Jónsson benti á það nýlega í riti sínu, sem
hann nefnir Rætur íslandsklukkunnar, að skáldið hafi við samningu
verksins m. a. leitað fanga í myndum. Nokkur þeirra myndverka, sem
Eiríkur bendir á, voru á sýningunni.
Sýningin stóð nokkrar vikur í anddyri Safnahússins, en í júní-
mánuði voru flest sýningargögnin léð Amtsbókasafninu á Akureyri.
Var sýningin þar einn liður Listahátíðarinnar svonefndu, er þessu
sinni var haldin samtímis í Reykjavík og á Akureyri.
Hinn 8. desember voru liðin 150 ár frá fæðingu norska skáldsins
Bjornstjerne Bjornsons, og var þess minnzt með sýningu á verkum
hans bæði á frummálinu og í íslenzkum þýðingum, ennfremur ýmsu,
er um hann hefur verið ritað.
Fyrir tilmæli menntamálaráðuneytisins og í samráði við Stofnun
Árna Magnússonar á íslandi voru léðar úr Landsbókasafni nokkrar
gamlar bækur og nokkur blöð úr einu handriti á handrita- og
bókasýningu, er stóð í Pierpont Morgan Library í New York 14. sept.
til 14. nóv. og efnt var til þar að frumkvæði íslenzka menntamála-
ráðuneytisins og í umsjá Árnastofnunar í tengslum við kynningu
norrænnar menningar í Bandaríkjunum undir heitinu Scandinavia
to-day.