Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 19
FLORA DANICA Á ÍSLANDI
19
öllum eintökunum. En þegar athugað er, hvernig ritað er í eyður
forblaðs eintakanna, verður ljóst, að þegar í upphafi hafi getað orðið
ruglingur á dvalarstað þeirra. Þar stendur í Skálholts eintakinu: No
40. En Person av civil Stand paa Island og síðan civil — Island — Stift-
amtman (hið skáletraða er skrifað), og þannig í 1.-3. hefti, í 4.-6. hefti:
40. En Person af Geistlig Stand i Island — geistlig — Island — Biskop, í 7,-
10. hefti: 40. (aðeins) — Geistlig — Skalholdt (svo) — Biskop, í 11.
hefti: 40 for en Person af Geistlig Stand í Island — geistlig — Island —
Stiftamtmand (svo), í 12.-17. hefti eins og í 11. hefti nema síðast Biskup.
í Hólaeintakinu stendur: No 42. En Person av Geistlig Stand paa Island
— Geistlig — paa Island — Biskop, þannig í 1.-6. hefti, í 7.-10. hefti:
42. En Person af Geistlig Stand i Island — Geistlig — Hóla — Biskop, í
11. —17. hefti eins og 7,—10. hefti, nema ísland í stað Hóla. Þessi síðasta
tilhögun áritunar helzt síðan áfram. Það verður sem sé ekki séð af
áritunum í heftin, hvar þau eiga heima, nema í 7.-10. hefti, þó að
telja megi víst, að frá upphaíi hafi verið ákveðið, í hvers vörzlu hvert
hinna númeruðu eintaka Flórunnar ætti að vera.
Fyrstu 6 heftin komu út á árunum 1761-67, og eru eintökin No 40
og 42 dagsett sama dag útgáfuárið eða árinu síðar og A. Moltke
undirritar þau, en í 7.—10. hefti, sem koma út 1768—1771, eru öll hefti
beggja eintaka dagsett den 16de Julii 1772, en óundirrituð. Mér er
ókunnugt um orsök þessarar óreglu, en hafa má í huga, að á þessum
árum urðu talsverðar sviptingar innan æðstu stjórnar ríkisins. Friðrik
V deyr 1766, en við konungdómi tekur Kristján VII, og með honum
komast nýir menn til valda, einkum Jóhann Friedrich Struensee
(1737-72), sem á árunum 1770 og 1771 má heita einráður um stjórn
ríkisins. Hann gerir Oeder að finansráði í ársbyrjun 1771, en við
útgáfu Flora Danica tekur náttúrufræðingurinn Otto Frederik
Múller (1730-84), sem gefur út 11.-15. hefti hennar (1775-82), Den
kongelige botaniske Anstalt er lögð niður. Um dagsetningu 7—10.
heftis Flórunnar, sem til íslands fóru, þykir mér líklegt, að þar komi
Jón læknir Pétursson við sögu. Til þess bendir eftirfarandi heimild úr
almanaksdagbók Sveins Pálssonar (ÍB. 2-4 8vo) árið 1798: October
23. og 24. Registrfera] Naturalier Apoth[ekara] - og í framhaldi af
því fylgir neðanmáls listi yfir um 73 plöntur, sem ber heitið „Ex
Herb[ario] chir[urgi] J[óns] P[éturssonar]“. Um aðeins eina plöntu
er þess getið, hvenær hún sé fundin, nefnilega: Euphorbia heliosc[o-
pia] lectu inter Olea Vidoeensium 1774 (fundin innan um kál í Viðey
1774). En allmargra fundarstaða er getið, Tröllaháls, Lundeyjar,