Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 37
TIL ÍSLENDINGA
37
asked them to translate it for „Pjóðólfur“. It will be a good exercise
for them.
Regards of the warmest kind to all my friends, and most especially
to Hra. Steingrímur Þorsteinsson,
ever faithfully yours,
Willard Fiske.
Kæri sr. Matthías.
Púsund gleðileg nýár yður til handa og íslandi! Megi árið 1880 færa öllum vinum
mínum á yðar kæra landi gleði eina og hamingju.
Sorglegt er, að miðsvetrarskip skuli nú flytja þá harmafregn til íslands, að dáinn sé
mesti sonur hennar - göfugasti íslendingur 19. aldar. En það er a. m. k. huggun að
fmna, að líf hans var fullkomið - hið mikla hlutverk af hendi leyst og hann fór í
gröfina vitandi þess, að verk það, er hann vann, bæri ævinlegan ávöxt. Réttur
íslendinga til sjálfsstjórnar er nú tryggður til frambúðar, og stöðugar framfarir í
landi Jóns Sigurðssonar munu reynast verðugasti minnisvarði hans, þegar tímar
líða. Guð blessi hina gullnu minningu hans!
Helztu heimsviðburðir, síðan ég skrifaði yður seinast, eru morðtilraunir við
Rússakeisara og ódýrt bráðsnjallt rafljós, uppfmning Ameríkumannsins Edisons.
Landar mínir eru í sjöunda himni yfir þessari dásamlegu uppfinningu. Rafljósið
kemur að fullu í stað gass og er tíu sinnum ódýrara. Pað er ekki hættulegt, því að það
hitar ekki frá sér og getur ekki einu sinni kveikt í pappír. Vér höfum ekki enn fengið
nákvæmar fregnir af því.
Heilsan er við þetta sama. Ég tek töílur mörgum sinnum á dag og vona, að mér
batni svo, að ég geti unnið eins og ég er vanur og losnað úr höndum læknanna. Ég
kemst sennilega ekki aftur til Ameríku fyrr en í marz eða byrjun apríl.
Ég hef sent Boga Melsteð og Ólafi Davíðssyni smáfrásögn af því, sem unnið er í
íslenzkum fræðum í þýzkalandi, og beðið þá að þýða til birtingar í „Þjóðólfi". Það er
ágæt æfing fyrir þá.
Innilegar kveðjur til allra vina minna og þá einkum til Steingríms Thorsteins-
sonar.
Til Árna Thorsteinssonar landfógeta
United States Legation, Berlin
January 7 [1880]
My dear Sir,
Accept my thanks for your kind note. I shall certainly do all I can
for the Fornfræðafjelag. In a few days I shall print a little circular
letter in English about it, and distribute it . . . I trust that 1880 ftnds
you and your family in excellent health, and that the new year will