Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 30
30
BRÉF WILLARDS FISKES
Willard Fiske var með fremstu skákmönnum síns heimalands og
mikill rithöfundur á því sviði. Alkunna er starf hans fyrir skáklistina
hérlendis. Hann var mjög ötull styrktarmaður Taflfélags Reykjavík-
ur, sendi því skákborð og taflmenn. Tímaritið í uppnámi gaf hann út í
tvö ár með aðstoð íslendinga, 1901 og 1902, árganginn 1902 sá
Halldór Hermannsson um. Mjög lítill skákbeklingur kom líka út 1901,
saminn af Fiske. Þetta er upphafið að íslenzkum skákbókmenntum. Á
þessum árum 1901 og 1902 voru stofnuð ein tíu skákfélög utan
Reykjavíkur, en sum þeirra urðu ekki langlíf. Fiske gaf Landsbóka-
safni íslands safn sitt af skákbókum, sbr. Skrá um erlend skákrit í
Landsbókasafni íslands, Reykjavík 1968. Þar er Skákritagjöf Willards
Fiskes og Skrá um skákrit og smáprent um skák er Willard Fiske lét prenta á
íslenzku og gaf Taflfélagi Reykjavíkur. Þegar Fiske lézt, 17. september
1904, var hann að semja ritið „Chess in Iceland and in Icelandic literature
with historical notes on other tablegames“. Ritið átti að verða tvö bindi, og
luku Horatio S. White, George W. Harris og Halldór Hermannsson
við fyrra bindið, sem kom út 1905.
Þá er ótalið starf Fiskes fyrir Grímseyinga. Orð fór af þeim sem
skákmönnum, og sendi hann hverju heimili í Grímsey skáktafl.
Ennfremur stofnaði hann til bókasafns þar, Eyjarbókasafnsins, og gaf
til bækur. Þá stofnaði hann sjóð, 44.000 kr., og skyldi vöxtunum varið
Grímsey til viðreisnar. Eins og sjá má af bréfunum hér á eftir, urðu
fleiri söfn á landinu aðnjótandi gjafa Fiskes.
Kona Fiskes, Jennie McGraw, var einkadóttir auðugs kaupsýslu-
manns, sem var einn af fjárhaldsmönnum Cornell háskóla. Sá arfur
sem Fiske tæmdist við dauða hennar gerði honum kleift að stunda
bókasöfnun. Auk nokkurra sérsafna, Petrarcasafnsins, Dantesafnsins
o. fl., er íslenzka safnið, sem áður getur. Fiske lagði því til fé, svo að
framhald yrði á söfnuninni, og til útgáfu ársrits um íslenzk efni. Þau
eru nú orðin 43. Ennfremur lagði hann til, að við safnið skyldi starfa
íslenzkur maður fæddur og uppalinn á íslandi. Þessi sérsöfn ánafnaði
hann Cornell háskóla og mestan hlut eigna sinna. Aðrar bækur sínar
gaf hann Landsbókasafni íslands. Og hann lét ekki hér við sitja, hann
gaf einnig listaverk til landsins.
Fiske var talinn manna bezt að sér í íslenzkri bókfræði sinna
samtíðarmanna erlendra sem íslenzkra, og er verk hans Bibliographical
Notices, um bækur prentaðar á íslandi á árunum 1578-1844, einmitt
gott dæmi um það.
„Það er nokkuð þótt lítið sé, sem einstakur maður getur komið til