Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 5
Skrá um doktorsritgerðir Islendinga, prentaðar og óprentaðar 1981-1985 ennfremur Skrá um doktorsritgerðir 1666-1980 Viðauki Ólafur F. Hjartar tók saman Hér er gerð tilraun til þess að birta skrá um doktorsritgerðir íslendinga tímabilið 1981—1985. Má alltafgera ráð fyrir, að ekki hafi tekist að ná til allra, sem þar eiga að vera. Viðaukinn, sem birtist hér fyrir aftan, ber með sér, að erfitt er að vita, hvenær verkefninu er að fullu lokið. Tímabilið 1981-1985 eru skráðir 166, sem hljóta doktorsnafnbót við 103 háskóla í 13 löndum. Skipting eftir löndum er eins og hér segir: Svíþjóð 50, Bandaríkjunum 47, Englandi 31, Þýskalandi 10, Frakklandi 6, Skotlandi 6, Kanada 6, íslandi 3, Noregi 3, Danmörku 1, Finnlandi 1, Austurríki 1 og Suður-Afríku 1. Það er áberandi, hve tala íslenskra doktora frá háskólum í Svíþjóð hefur farið hækkandi. í skránni yfir tímabilið 1666-1980 voru doktorar frá Bandaríkjunum flestir 81 að tölu, en þá var Svíþjóð í 5. sæti með 39 doktora. Næst á eftir Bandaríkjunum komu frá Þýska- landi 74, íslandi 53, Englandi 49 og Danmörku 45. Athyglisvert er hve doktorum frá íslandi og Danmörku fer fækkandi á síðustu árum. Aðalskránni er raðað í stafrófsröð eftir höfundum. Á eftir titli er skýrt frá vörn eða viðurkenningu og síðan greint frá nafni háskóla. í efnisskrá er ritgerðunum skipað í 43 flokka, sem raðað er í stafrófsröð eftir heitum þeirra. Aftan við titil er tilgreint, hvaða ár ritgerð var varin eða viðurkennd. I viðauka er skýrt frá 11 doktorum. Eftir löndum eru frá Englandi 4, Frakklandi 3, Bandaríkjunum 2, Þýsklandi 1 og Finnlandi 1. Fjórir

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.