Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Qupperneq 41

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Qupperneq 41
JÓN LÆKNIR PÉTURSSON OG LÆKNINGABÓK HANS 41 Við lestur þessa handrits kom fljótlega í ljós, að ýmislegt, sem Þorsteinn Jónsson útgefandi Lækningabókar fyrir almúga segir í formála hennar um ritunartímann og fleira, kom illa heim við handritið og þess vegna ástæða til að huga nánar að samhenginu. En til skilnings á því er nauðsynlegt að glöggva sig á helztu æviatriðum Jóns læknis Péturssonar. Hann fæddist 1733 á Hofsá í Svarfaðardal, útskrifaður úr Hólaskóla 1759 og verður 1760 djákni á Munkaþverá. 1761 skrifar Bjarni landlæknir Pálsson Gísla Magnússyni Hólabisk- upi um að benda sér á heppilegan nemanda í læknisnám, og mun biskup þá hafa bent honum á Jón djákna og þeir Bjarni hitzt þá um sumarið á Alþingi. En Jóni mun ekki hafa litizt á námskjörin, auk þess sem hann bar við heilsuleysi, einkum bækluðum höndum af liða- veiki, svo að ekki varð af námsráðningu. Árið eftir ítrekar Bjarni í bréfi til biskups áhuga sinn á að fá Jón djákna til náms og telur hann vel náttúraðan fyrir það starf (Hannes Porsteinsson, Lærðra ævir), og verður það úr, að hann ræðst þá um haustið (1762) til námsins, Sennilega með loforði um, að hann héldi eitthvað áfram djáknaemb- ættinu. Með vorskipi 1764 kom Johan Gerhard König grasafræðingur til að safna grösum fyrir Flora Danica útgáfuna og með honum grasateiknari, Sören Johannes Helt, sem veturinn 1765 vann við að mála apotekið í Nesi (Skjalasafn rentukammersins 36, 5, Islands journal 1, nr. 315). König varð lyfjasveinn í Frederikshospitals apoteki 1759, og hafa þeir Bjarni landlæknir vafalaust þekkzt fyrir komu Königs til Islands. En sumurin 1764 og 1765 voru þeir í grasasöfnun, og mun þá Jón Pétursson hafa verið leiðsögumaður þeirra að ætla má af ummælum hans um naflagras. „Sama haust fluttum vid Koenig hana bádir til K(iöben)havn- kalladi eg hana Petræa arctoa og þ(ad) sama nafn féll h(onu)m nógu vel, en(n) þ(a)r þetta var ný fundin(n) urt, de- scrib(erede) Linnæus hana upp á sin(n) máta, og Koenig vin sín(um) til æru nefndi hana h(an)s nafni hv(er)iu hún héreftir mun halda“ (ÍB. 2 8vo; minnisgrein undir dagbók 1.-21. apríl 1798). Sennilega hafa þeir König og Jón tekið skip frá einhverri Norðurlandshöfn til Hafnar, því að síðara sumarið dvöldust þeir á Norðurlandi við grasasöfnun. í Árbókum Espólíns segir, að König hafi komið út 1764 og farið sama ár utan af Reyðarfirði (X,76), en það er rangt, enda segir þar síðar um sumarið 1765: „Segja nokkrir at König færi þat sumar utan“ (X,78), svo að lítið mark mun takandi á þessari heimild um ferðir Königs. En að Jón Pétursson hafi dvalizt eitthvað fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.