Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Qupperneq 45

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Qupperneq 45
JÓN LÆKNIR PÉTURSSON OG LÆKNINGABÓK HANS 45 merktar eru með P. en Landlœknisins með Th (bls. V). Grein 216 er ómerkt, en af inntakinu sést, að hún er nýsmíð Sveins, því að í henni er vitnað í skýringargreinar hans og recepta Thorstensens. Pað er því ekki ástæða til að ætla, að handritið, sem Sveinn fékk, hafi verið frábrugðið Lbs. 2424 4to, en full ástæða til að athuga, hvaða aðrar umbætur hafi verið gerðar á því handriti án þess þær væru auð- kenndar. í handriti: § 180, Blóðsótt, segir um sjúkdóminn: „Þá hann kémr af Blódsins og Saftanna Spillíngu, grípr hvern afödrum, deydir suma enn gérir adra dádlausa. Hann gengr hér á Landi opt vid síáfarsídu, ecki síst á öndverdum Vortíma sem sídastlidid ár 1774.“ En í bókinni segir: „einkum er þad í hallærum og kríngum ellds uppkomur, tídast vid sjóarsíduna, hvar hann almennt kallast Blód- kreppa. Þegar hann kémur af blódsins og saftanna spillíngu, er hann optast næmur, grípur hvern af ödrum, deydir suma en gjorir adra dádlausa.“ Handritið § 298. Clyster hefur þessa tilvísun: „(a) Ná- qvæmari Útmálun þessa Verkfæris hafa menn í Yfirsetuqvenna Skólans 12'a Capitula“, Bókin: ,,a) Nákvæmari útmálun þessa medals, er ad finna í Buchwalds Yfirsetu-qvenna Skóla, 12ta Kap., og ecki sídur í Vidbætirnum aptan vid Saxtorphs íslendskudu Yfir- setu-qvenna frædi afLandph. J. Sveinssyni.“ í bókinni eru alla jafna sett innan sviga latnesk heiti sjúkdóma, einkenna og lyfja, en svo er eigi í handritinu. Ennfremur eru stundum gefnar fyllri upplýsingar í bókinni en voru í handritinu (sbr. § 161 (a)), og í sumum tilvikum er langt mál handritsins stytt til muna í bókinni, án þess að hróflað sé við meiningu höfundar (sbr. § 278, sem fjallar um blóðtökur). Þótt Sveinn hafi þannig vikið frá handriti Jóns að bókinni og fært atburði til líðandi stundar án þess að það komi fram, þá hef ég ekki rekizt á, að meiningarmuns milli þeirra sé ekki ætíð getið í merktum athugasemdum. Sveinn hafði lokið þessari endurskoðun 9. sept. 1828, en þá skrifar hann Halldóri í Nesi „med Jóns k(unningja) lækn(inga) bóc alfarid“ (ÍB. 4 8vo). Og það er Ijóst, að handrit það, er Sveinn hafði undir höndum, var efnislega eins og Jón Pétursson hafði gengið frá því, er hann dvaldist embættislaus fyrir sunnan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.