Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Qupperneq 54

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Qupperneq 54
54 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Meðal þess, sem Japaninn sagði okkur, var, að opinberir aðilar í Japan yrðu að skila 30 eintökum hvers rits, en aðrir ekki nema einu eintaki, og virtist það vera stórmál í þessu öfluga ríki að fá því framgengt, að óopinberir aðilar skiluðu tveim eintökum í stað eins. Starfsbróðir minn í Calcutta sagði m.a., að safn hans keypti ekki indverskt efni eftir 1954, þ.e. þyrfti ekki að kaupa það, nema þegar mistækist að sannfæra einhvern þrjózkan útgefanda um, að hann ætti að skila því ókeypis. Hann lýsti því, hve erfitt væri í því loftslagi, er þeir byggju við, að varðveita bókakostinn. Erkifjendur þeirra væru hiti, raki, ryk og iðandi skordýralíf. Loftræsing væri einungis í hluta byggingarinnar, svo að hér væri við geysilegan vanda að etja. Félagar sínir í rannsóknarstofunni kvörtuðu undan þessum ósiðuðu skorkvikindum, er væru hörð á því að búa utan safnsins, fljúga síðan inn í þau til að verpa eggjum sínum og flygju svo út aftur. Reynt sé að verjast þessum ófögnuði eftir föngum, en satt að segja réðu þeir ekki við hann. Petta var nú aðeins til að minna á þá erfiðleika, er sumir eiga við að stríða og við erum svo blessunarlega laus við. Einn daginn flutti kona frá Caracas í Venezuela, Lourdes Blanco, forstöðumaður viðgerðarstofu Pjóðbókasafnsins þar, erindi um eflingu aðstöðunnar til viðgerða meðal spænskumælandi þjóða Suður-Ameríku. Hún var lærð í Bandaríkjunum og var flugmælt á ensku og talaði svo hratt, enda erindi hennar langt, að franski túlkurinn fékk ekki fylgt henni eftir og varð að biðja hana að hægja ferðina. Hefur maður þó hingað til haldið, að engir væru hraðmæltari en franskir. Hún lýsti í upphafi mikilli áætlun um að setja upp miðstöð, helzt við Þjóðbókasafnið í Caracas. Eitt afverkefnum hennar yrði að þýða á spænsku helztu greinar um þessi efni, efna til kennslu í viðgerðar- fræðum og þjálfa hóp manna til þeirra verka, er brýnast væri að vinna. Og í framhaldi af þessu sagði hún, hér í lauslegri þýðingu: Pess er farið blákalt á leit, að við fáum aðgang að þeirri þekkingu á þessu sviði, sem virðist vera læst inni í viðgerðarsölum hinna voldugu þjóða. Pótt mönnum kunni að þykja hér nokkuð fast að orði kveðið, sýnir það, hvernig við oft hneigjumst til að ímynda okkur stóru söfnin í heiminum: Pessa miklu geymslustaði þekkingarinnar siglandi á tímans sjó. Okkur verður litið inn í þessar hallir, veggirnir gerðir af traustri vísindalegri hugsun og rannsóknum; gólfin eins og listilega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.