Vísbending - 17.06.1995, Síða 6
til sjávar hvarf hann einfaldlega til Vesturs-
heims. Þiisundir fluttust til Anteríku á þessum
árum. Hins vegar, þegar á lcið, hóf þjóðin að
hundsa þessi úreltu lög og fluttist í sjávarþorp-
in án þess að spyrja kóng eða prest. Loks, eftir
að vistarbandið var orðið haldlítið eða mark-
laust, var það afnumið að hluta 1894, en hefur
aldrei verið numið alveg úr lögum landsins,
og formlega eru allir yngri en 21 árs enn með
lögum skyldugir til þess að vinna hjá bænd-
um.
Stjórnmálaafskiptum Arnljóts var þó ekki
lokið. A næstu níu árum breyttist pólitískt
landslag og nýir menn komust í valdastóla. Nú
deildu heimastjórnarmenn undir forystu Hann-
esar Hafsteins og valtýingar um stöðu tilvon-
andi ráðherra íslands. Hinir fyrrnefndu vildu
ráðherra á íslandi, en þeir síðarnefndu að hann
yrði í Kaupmannahöfn. Arnljótur var heitur
heimastjórnarmaður og N-Þingeyingar kusu
hann á þing 1900, þá 77 ára gamlan. Hins
vegar komu veikindi í veg fyrir að hann
kæmist suður í tæka tíð til þess að vera við
atkvæðagreiðslu um málið. Varð fjarvera hans
til þess að valtýingar unnu málið, þó um
skamma hríð, en Hannes Hafstein varð fyrsti
ráðherra íslands í Reykjavík 1904.
Drengur eða þrjótur?
Þótt Arnljótur næmi hag(auð)fræði ytra var
lítið um atvinnulækifæri fyrir hagfræðinga á
íslandi í þann tíma og þingmennska var aðeins
sumarstarf annað hvort ár. Eftir þriggja ár veru
á Alþingi og trúlofun hóf hann að læra til
prests og vígðist eftir tvö ár. Hann þjónaði til
dauðadags og búnaðist vel. Arnljótur skrifaði
margt á ferli sínum, t.d. fyrslu ritgerð um rök-
fræði á íslensku, og um áttrætt samdi hann
stórnterka ritgerð urn peninga- og hagsögu Is-
lendinga. Arið 1877 veitti Alþingi honum
styrk til þess að rita bók um auðl'ræði. hina
nýju fræðigrein, er hann hafði numið erlendis
og var hún gefin út 1880. Þar byggir hann að
mestu á riti Friðriks Bastiats, Harmoníes
Ecpiiomiqes. Sá hafði tileinkað sér kenningar
Adams Smith, en rit hans: Um auðlegð þjófi-
anna. þarf líklega ekki að kynna.
Arnljótur var umdeildur maður og kont þar
margt til, hin hagl'ræðilega þekking virðist
hafa innrætt honum skoðanir sem stönguðusl á
við hugarfar og venjur landsins. Hann var
kannski of róttækur. Auk þess hafði hann
óvægið skaplyndi þar sem lítið fór fyrir mála-
miðlunum. Hann þóttist ávallt viss í sinni sök
og þess umkominn að segja öðrum til og það
var kannski lítt fallið til vinsælda, þó menn
hafi ávallt borið virðingu fyrir þekkingu og
gáfum Arnljóts. Líklega Jýsir vísa séra Björns'
Halldórssonar í Laufási vel áliti samtíma-
rnanna á Arnljóti, en Bjöm var eldheitur fylgis-
maður Jóns Sigurðssonar.
Já, mér er um og ó um Ljót
ég œtla ’ann bœði dreng og þrjðt
Það er í honum gitll og grjót
Itann getnr unnið tjón og bót.
Fræði um auð
Arnljótur skrifaði Auðfræði sem kennslubók
um hugsun og aðferðir nýrrar fræðigreinar,
fyrir þjóð í hagkerfi fornra hátta og afdala-
mennsku. Bókin er fýrst og fremst ætluð skyn-
ugum bændum og eru fræðin sviðsett í ís-
lensku búnaðarsamfélagi. Hins vegar er Arn-
ljóti mikið niðri fyrir og hikar ekki við að ráð-
ast á atriði sem viðurkennd virtust í stjórnmál-
um og gildismati Islendinga.
Maðurinn fœðist ber og nakinn, alsnauður
og alþurfi, ... en cí milli þarfar og fullnœgju,
upphafs og endis liggur þatfleikinn, nytsem-
in ... Þannig hefur Arnljótur umfjöllun sína á
viðfangsefnum auðfræðinnar, skortinum og
nytseminni eða leið mannsins til að fá þörfum
sínum fullnægt. Þessi fræðigrein nytseminnar
gerir þó ekki upp á milli þarfa fólks, enda eru
þörf og óþurft, nyt og fánýti hlutir sem hver
dæmir fyrir sig. I þessum fyrsta hluta hefst
Arnljótur handa við að skilgreina tilgang og
eðli hag(auð)fræði. Hann andmælir þeim al-
þýðufræðum sem koma fram í málshættinum:
margur verður af aurum api, en guðfræðingar
hafa túlkað í mörgum lærðum bókum og
prédikunum. Það að auður sé upphaf alls ills
og sjálfselska sé löstur, og því sé auðsöfnun
hluti af vél og táli heimsins sem kristilegum
mönnum beri að forðast.
Auðfrœðinni heftr oftlega verið borið ci
brýn, að ht'm byggði á sjálfselsku mannsins og
leiddi hann til auragirndar. Það er satt, að
auðfrceðin kennir möntutm Itagsýni og hags-
munctsemi, og sýnir þeitn, að auðurinn sé
óntissándi þjpnn mannlegra frumfara og þjóð-
menningar. Þctð er og satt, að Itúti telur sjálfs-
elskuná gefna og meðskapqða manninum, en
einmitt gefna honum til viðhalds og verndun-
ar, til vegs og sóma ... Auðfrœðingur íekur
manninn svo sem hann nú er. hejir verið og
mun verða, veikan, skeikulah, ófullkominn, en
jqfnfrcimt fratnförulan óg framfœran ... og yill
vísa liontim vég framfaranna.
Auðfræði skilgreinir auð sem mergð nyt-
semda af andlegum og líkamlegum toga eða
óskastein til að uppfyllaóskir þess sem á held-
ur. Ahrif auðsins fara því eftir innræti eiganda
eða eftir þeim htutum sem hann telur nyt-
semdir. Ef óskir manna leiða þá til lágkúru og
Um fyrirgreiðslupólitík
Óneitanlega getur sumum þótt það vekja
ánægjunka og enda mikilmannlega tílfinning
í brjósti sór, að vita sig staddan á Aiþíngi
með landssjóð i hendi og útbýta lands-
mönnum úr honum eftir vild sínní, svo sem
þá er hugull og mildur faðir skiptir brauð-
j köku meðal barna sinna: að vita sig taka
: fjárhald allra landsmanna, efla atvínnuveg-
. ina, styrkja hinn veika, heyra bæn híns
þurftuga. Að hugsa jafnan um mennina, en
; eigi um málín sjálf né málstaðínn, getur og
verið næsta makráð hugsun og næsta vel
■ failin tí! vinfengis og vinsælda, en og jafn-
framt löguð til hlutdrægni og fylgis eftir
I geðþótta. Oftast er örðugra og óvínsælla
að hugsa málin sjálf vel og vandlega, og
. athuga grandgæfilega hvort eitt mál sé
landsmál, eður sérstakt héraðsmá eður
: einstaks manns, og fara með málin sem
þau eru sjálf vaxin til,,.. þvf hverr sá er örr víil
; vera á hjálpinni og góðgerðarsemínni, og
útbýtir tíl þess almannafé, hann hlýtur að
vera jafhörr á aukning tolla og íþyngd skatta
á herðar almennningi, þvf landssjóður er
enginn ormur á gullí nó nokkur dalatótur.
óhófs eða nísku og svíðingsháttar verður sök-
inni ekki komið á óskasteininn heldur þann
sem bar upp óskina. Auður gefur aðeins
möguleika sem maðurinn verður að velja úr.
en því meiri auð sem samfélag hefur umleikis
þeim mun fleira er hægt að framkvæma og
njóta. Þá er ekki rætt um líkamlegar girndir
einvörðungu heldur einnig listir og fagurfræði
eða þekkingu og vísdóm. I réttferðugum heimi
án rána og gripdeilda hlýtur auður að vera
ávöxtur iðjusemi og sparsemi, sem eru bæði
kristilegar og auðfræðilegar dyggðir og leiða
menn vart á glapstigu.
Eigingirni lýsir í raun vilja manna til þess
að heimurinn taki mark á óskum þeirra. Við-
fangsefni auðfræðinnar er að lýsa og skil-
greina hvernig eigingirni einstaklinga nýtist
þjóðfélaginu til auðsköpunar og leiðir allar
andlegar og verklegar framfarir. Löngun og
vani skapa mannlegar þarfir. Þess vegna eru
þarfir manna framstigular eða óseðjandi og
aukast í takt við allar framfarir. Allt hefur
þetta þann tilgang ctð maðurinn megi halda
stöðugt áleiðis á framfarafegi menningar-
innar.
Auðfræðingar
Lfklega hefur ekki reynst erfitt fyrir Arnljól að
sannfæra íslendinga um gagnsemi auðs og
eigingirni, enda voru áhöld um þann árangur
sem stólræður presta höfðu skilað í fordæm-
ingu þessara tála. Hins vegar átli eftir að
útskýra hvernig auðfræðingar ætluðu að hlaða
auði á menn og stuðla að framförum í þjóð-
félaginu, og þar var við ramman reip að draga.
Hvað vilja auðfræðingar?
Auðfráiðingar kenna, að hverjum manni sé
rétt og.frjálst, meðan hann meiðir eigi rétt né
frelsi náungans. að neyta eftir eiginni vild
sinni og viti ctllra hœfileika sinna, andlegra
sem líkamlegra, svo og að njóta allra ávaxta
verka sinha, hvort liann vill vinna einn sér eða
ífélagi við aðrct ... Þeir kenna, að landslögin
hqfi eigi annað og megi eigi annað gjöra í
þessu efiti, en vernda og varðveita, friða og
friðhelga mannrétt þennan og mannfrelsi
þettci hjá einutn sem öllum í mannfélaginu.
Þeir kenna og jafnframt, að hverr maður hafi
ábyrgð af meðferð sinni á hœfileikum sínum, á
hugsunum, orðum og gjörðum, ... / einu orði
sagt, auðfrœðingar kenna þessi þrjú orð:
frelsi, ábyrgð, réttlœti.
Hugsun Arnljóts byggir á náttúrurétti eða
náttúrulegum og meðfæddum réttindum hvers
mannns sem ekki megi skerða. Mannréttindi
eru arfborin eign hvers manns og höft sem
skerða frelsi fólks er því sama og rán eða
gripdeild. Þetta var í andstöðu við lögfræði-
hugmyndir í þann tíma sem álitu mannréttindi
afstætt atriði sem færi eftir úthlutun lögjafans
á hverjum stað eða eftir því sem réttast væri
hverju sinni. Þessar deilur, um hvort mannrétt-
indi séu afstæð eður ei, eru miklu meira en
karp um lögfræðileg formsatriði. Hér er um
algert grundvalíaratriði að ræða sem enn er
deilt um, t.d. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
En þar segjast Kínverjar og fleiri þróunarlönd
geta skilgreint mannréttindi á annan hátt en
Vesturlandabúar; ef þegnarnir hafa nóg að bfta
og brenna þá er réttur til skoðana og tjáningar
lítilvægur. Hins vegar, eftir auðfræði Arnljóts,
er aflvaki hagsældar fólginn í þeirri trú að nátt-
úrulegt frelsi leiði menn og þjóðir saman með
6
VÍSBENDING