Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 9

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 9
áformum Titanfélagsins. Hinn þjóð- emissinnaði Sjálfstæðisflokkurþversum var algerlega andvígur erlendu fjár- magni á Islandi og Framsóknarflokkur- inn, sem réð yfir atvinnumálum í nýju stjórninni, gaf út eftirfarandi stefnu- yfirlýsingu í janúar 1917: „Eftir fremstu föngum vili flokkur- inn stuðla að því að hin ótömdu náttúm- öfl landsins verði hagnýtt og þau eigi látin af hendi við útlendinga". Margir stjórnmálamenn voru hræddir við að hleypa erlendu fjármagni inn í landið og einnig óttuðust þeir erlent vinnuafl sem líklegt var að fylgdi stórfelldum framkvæmdum við virkjanir og stóriðju. Kannski var sá ótti samtvinnaður ótta bændaþingmanna, sem vom fjölmennir á Alþingi, við að gamla bændaþjóðfélagið mundi riðlast við innrás erlends fjármagns í landið. Inn í þetta fléttuðust líka hreppa- sjónarmið og andúð á stóriðju. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem var að byrja að brjótast til valda um þessar mundir, var almennt andvígur allri stóriðju og þéttbýlismyndun en hlynntur smá- búskap í dreifðum byggðum. Niðurstaða þingsins 1917 var að skipa ntilli- þinganefnd, svokallaða fossanefnd, til að kanna eignarhald á vatnsföllum og fossamálið í heild sinni. Virkjunaráform / Arið 1918 var lokið undirbúningi að virkjunarframkvæmdum í Þjórsá. Titanfélagið gaf þá út rauða bók í Kristjaníu með teikningum af virkjununt á sex stöðum á Þjórsársvæðinu ásamt útreikningum og skýrslum. Aðal- höfundur bókarinnar var Gotfred Sætersmoen. Samkvæmt henni átti að virkja við Urriðafoss, Hestfoss, Þjórsárholt, Skarð, Búrfell og Hraun- eyjarfoss. Stærsta og jafnframt hagkvæmasta virkjunin átti að vera við Búrfell en kostnaður við þær allar var talinn nema samtals 280 milljónum króna, þar af 114 milljónum við Búrfells- virkjun og 47 milljónum við Hrauneyjarfossvirkjun. Kostnaður við járnbraut frá Eyrarbakka og upp að Tungnaá var talinn nema fjórum milljónum króna. Til samanburðar má geta þess að fjárlög íslenska ríkisins námu um þessar mundir fimm og hálfri milljón króna. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir Titanfélagsins á Þjórsársvæðinu voru tíund- aðar í öllum helstu blöðum á Norðurlöndum og The Times Engineering Supplement í London birti ítarlega grein um félagið. Klemens Jónsson, einn af reyndustu og virtustu embættismönnum Islands, kom inn í stjórn Titanfélagsins 1917 og var henni síðan mikill styrkur. Hann var forstjóri félagsins á Islandi og skrifstofa þess var á heimili hans við Tjarnargötu í Reykjavík. Sumarið 1918 stóð stjórn Titanfélagsins í umfangs- miklum samningum um fjármagns- útvegun í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Einnig tók félagið 300 þúsund króna lán með veði í eignum á Islandi. Klemens Jónsson segir frá því í óprentuðum endurminningum sínum að Titanfélagið hafi haft nóg fé til umráða á árunum 1918 til 1919 og ekkert verið þá til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir. Sama segir Fontanay, sendiherra Dana, í skýrslu til danska utanríkisráðuneytisins nokkrum árum seinna. Arið 1919 sótti félagið formlega um sérleyFi til virkjunar í Þjórsá. Fossanefndin / AAlþingi skilaði meirihluti fossa nefndar áliti árið 1919, en hann skipuðu þeir Guðmundur Björnsson landlæknir, Bjarni Jónsson frá Vogi og Jón Þorláksson verkfræðingur. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að fallvötn væru sameign allra landsmanna og hefði ríkið umráðarétt yfir þeim. Jafnframt lögðu þeir til að umsókn Titanfélagsins yrði vísað frá og landstjórnin sjálf léti rannsaka fallvötnin. Ljóst var að áform Titanfélagsins yrðu að engu ef þessi yrði niðurstaða Alþingis. Bréf Klemensar Jónssonar, stjórnar- manns í Titanfélaginu, til Finns, bróður síns, prófessors í Kaupntannahöfn lýsa vel svartsýni og vonbrigðum Titan- manna. Hann skrifaði 12. desember 1919: „Nú kemur alþingi væntanlega bráðunt saman í febrúar fyrst og verður útgjört um fossamálið, ég býst við hinu versta, fólk er alveg orðið vitlaust, það vill hvorki llytja inn peninga né fólk, þá er þjóðernið í voða“. I íslenskum dagblöðum birtist fjöldi greina til að mótmæla því að Titan- félagið og félagið ísland h.f., sem hafði frá sér eignarréttinum og veiti útlendum stórgróðafélögum leyfi til þess að starfrækja vatnsaflið í stórum stíl getur hver maður sagt sér það sjálfur að til þess þarf miklu meiri vinnukraft en þann sem fyrir er í landinu. Eigi aðeins til þess að leggja járnbrautir og reisa rafmagns- stöðvar heldur við stöðvarnar sjálfar þá er þær taka til starfa. Þá rísa hér upp sem annars staðar iðnaðarþorp hjá hverri stöð þar sem þúsundir manna vinna. Og hvernig halda menn að færi ef hér í austursýslunum eða nágrenni Reykjavíkur risu upp tvö slík þoip með 10-12 þúsund íbúum sem allflestir væru útlendingar? Sjá menn ekki hvílíkur voði íslensku þjóðerni verði af þeim búinn?“ Og Alþingi dró lappirnar í málinu á næstu árum. Klemens skrifaði bróður sínum 18. maf 1921: „Sérleyfisfrumvarpið um fossa- notkun var sett í nefnd í Neðrideild 17. febníar en hún hefur alls ekkert látið frá sér heyra í þessu máli (!!). Svona er nú farið með helstu málin. Það er þroskaleysið og ábyrgðartilfinninga- leysið sem veldur þessu því annars vegar eru þeir hræddir við kjósendur sem búið er að hræða með invasjón útlendinga og þjóðernistöpuin en hins vegar finna þeir ekki neitt til þótt hér sé um aðal- framtíðarmál landsins að ræða. Jæja, það er nú búið með Titan í bráð að minnsta kosti. Ég missi þar mikið bein og verð að fá eitthvað annað...“ Og 1. september 1921: „En ég má ekki til þessarar stjómar hugsa, ég kemst í hamslausa reiði þegar ég hugsa til hvernig hún hefur farið að ráði sínu...“ Eitt af stofnhlutabréfum Titanfélagsins. Það er undirritað afFriðriki Jónssyni Sturlubróður, AdolfC. Pein verkfrœðingi og Ole Adolf Herud lögmanni. sótt um leyfi til að virkja Sogsfossa, fengju virkjanaleyfi. I grein á forsíðu Morgunblaðsins stóðtil dærnis 10. mars 1919: „Verði það nú ofan á að landið kasti Ný von Sunnlendingar voru afar óhressir með framgang mála, þeir höfðu vænst ntikils af virkjun Þjórsár, og Arnesingar kusu til dæmis tvo eindregna stuðnings- menn Titanfélagsins, þá Eirík Einarsson og Þorleif Guðmundsson frá Háeyri, á þing 1919. Sjálfur var Klemens Jónsson kosinn þingmaður Rangæinga 1924. Sú staða hafði reyndar komið upp árið 1922 að hann flaut óvænt upp í sæti atvinnu- ráðherra í ráðuneyti Sigurðar Eggerz. Eitt af hans fyrstu verkum var að beita sér fyrir setningu vatnalaga. Þar var eins og vænta mátti af honum viðurkennd séreign fallvatna, öfugt við álit meirihluta fossanefndarinnar 1919. Á grundvelli vatnalaganna samþykkti Alþingi svo lög um vatnsorkusérleyfi 1924. Þar með var búið að ryðja lagabrautina fyrir umsókn Titanfélagsins um virkjun Þjórsár. Klemens Jónsson segir þó í óprentuðum endurminningum sínurn að bágur ljár- magnsmarkaður í Noregi hefði valdið því að ekki var strax sótt um sérleyfi. 9

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.