Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 21

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 21
Seðlabankar á nýju árþúsundi / Aþeirri öld sem nú er að líða2 jókst mikilvægi seðlabanka verulega. í byrjun hennar voru aðeins 18 seðlabankar til í heiminum. Utan Evrópu fundust þeir aðeins í Japan og Indónesíu. í dag em þeir 172.3 Síðustu áratugi hefur staða seðlabanka styrkst enn frekar með vaxandi sjálfstæði. Sú þróun fórreyndar saman við að seðlabankar um allan heim hafa náð miklum árangri í verðlags- málum. Þannig mældist verðbólga í tveggja stafa tölu í iðnríkjum í upphafi níunda áratugarins en hefur verið undir 2% síðan 1998. Verðbólga í þróunar- ríkjum lækkaði síðar en spáð er að hún verði undir 6% á næsta ári. A móti kemur að tíðni fjármálakreppna hefur aukist og afleiðingar þeirra hafa orðið alvarlegri. Seðlabanka hefur því ekki skort vandamál til að glíma við, jafnvel þar sem markmiði verðstöðugleika hefur verið náð. í þessari grein er ætlunin að fjalla um nokkur viðfangsefni sem ætla má að seðlabankar muni þurfa að glíma við á nýju árþúsundi. Fyrst verður fjallað um þær tilhneigingar sem sjá má varðandi hlutverk og skipulag seðlabanka. Því næst verður fjallað um hvernig skil- greina eigi í framkvæmd markmið um verðstöðugleika. Þá verður fjallað um fjármálakreppur og umræður um umbætur á fjármálakerfum einstakra landa og heimsbúskaparins. I framhaldi af því verður fjallað um hlutverk eignaverða í peningastefnunni og síðan um heppilegustu gengisstefnu lítilla landa. Að lokum er fjallað um framtíð seðlabanka fari svo að rafrænn gjald- miðill og frekari tæknibreytingar grafi undan seðlabankapeningum. Hlutverk seðlabanka axandi sátt er um það meðal seðla- bankamanna og háskólahagfræð- inga að meginhlutverk seðlabanka skuli vera tvö, þ.e. annars vegar mótun og framkvæmd peningastefnu sem hefur verðstöðugleika að markmiði og hins vegar varðstaða um fjármálalegan stöðugleika.4 I fyrra hlutverkinu felst að seðlabankar beita eigin vöxtum og viðskiptum á peningamarkaði til stýra peningamarkaðsvöxtum. Þeir vextir hafa síðan áhrif á gengi og aðra vexti sem aftur hefur áhrif á eftirspurn og hagvöxt til skamms tíma en verðlag til langs tíma.5 I seinna hlutverkinu felst m.a. að seðlabanki vakir yfir þróun fjármálakerfisins í heild og einstakra stofnana þess og er reiðubúinn að grípa Már Guðmundsson1 til aðgerða ef öryggi þess er ógnað. Þær aðgerðir geta tekið á sig ýmsar myndir eftir eðli máls hverju sinni, til dæmis viðvaranir til einstakra lánastofnana, lánafyrirgreiðsla til lánastofnana í greiðsluerfiðleikum eða breytingar á stýrivöxtum seðlabanka. Við vissar aðstæður geta þessi tvö hlutverk komist í andstöðu hvort við annað. Það er þá vandamál sem verður að reyna að leysa á hverjum tíma. Til lengri tíma litið fara þessi hlutverk saman, þar sem stöðugleiki í efnahagsmálum stuðlar að heilbrigðu fjármálakerfi og öfugt. Skipulag seðlabanka hefur á undanförnum árurn tekið vaxandi mið af ofangreindum hlutverkum. Einnig hefur það markast af auknum stuðningi við að seðlabankar skuli hafa fullt sjálfstæði til að beita stjórntækjum sínum til að ná þeim verðbólgu- markmiðum sem stjórnvöld setja á sama tíma og framkvæmd peningastefnunnar skuli vera gagnsæ og að seðlabankar geri glögga grein fyrir ákvörðunum sínum. Æ algengara verður að nefndir taki ákvarðanir í peningamálum. Þannig er fyrirkomulagið hjá Seðlabanka Evrópu og hefur verið lengi hjá bandaríska seðlabankanum. Nýlegar breytingar hjá Englandsbanka, Japans- banka og seðlabanka Svíþjóðar ganga einnig í þá átt en gagnsæi og upplýsinga- gjöf er meiri en hjá seðlabönkum Bandaríkjanna og evrusvæðisins. I þessum þrem tilfellum er valdið lil að ákveða stýrivexti seðlabankans falið peningastefnunefndum sem í eiga sæti aðalseðlabankastjóri, varaseðlabanka- stjórar og aðrir háttsettir yfirmenn í seðlabanka (t.d. aðalhagfræðingur og yfirmaður peningamálaaðgerða hjá Englandsbanka). Þessum nefndum er gert að halda fundi með reglulegu millibili og tilkynna í lok þeirra um ákvörðun sína. Þess utan er þeim gert að birta a.m.k. útdrátt úr fundargerðum sínum að ákveðnum tíma liðnum og gera þingi og þjóð með reglulegu millibili rækilega grein fyrir framkvæmd stefnunnar í peningamálum. Það verður athyglisvert að fylgjast með því á nýrri öld hvort þetta verður normið fyrir skipulag ákvörðunartöku í peninga- málum.6 Verðbólgumarkmið Samfara miklum árangri í verðlags- málum hafa spurningar sem lúta að því hvernig beri að haga stefnunni í peningamálum við skilyrði verð- stöðugleika orðið áleitnari og ætla má að svo verði áfram í upphafi næstu aldar. Spurt er t.d. um það hvort peninga- stefnan eigi að miða að því að halda verðlagi sem stöðugustu eða hvort stefnt skuli að einhverju tilteknu lágu verðbólgustigi? Einnig er spurt um það hvort peningastefnan eigi að vera samhverf með tilliti til verðbólgu og verðhjöðnunar? Að lokum er spurt um hversu langt skuli horft með tilliti til verðbólgumarkmiðs, þ.e. hvort það skuli vera stíft í þeirri merkingu að það skuli nást á hverjum tíma eða sveigjanlegt? 1 þessum efnum eru auðvitað rök með og á móti. Flestir telja að forðast beri verð- hjöðnun og margir telja hana verri en verðbólgu. Hún eykur hættuna á fjármálakreppum þar sem hún stuðlar að háum raunvöxtum á sarna tíma og bankaveð rýrna. Auk þess hefur hún eftirspurnarhamlandi áhrif þar sem kaupendur bíða eftir lægra verði sem ntagnar samdrátt sem yfirleitt fylgir. Hins vegar hefur umræðan um verðlagsmarkmið eða verðbólgu- markmið ekki verið leidd til lykta. Ókosturinn við verðlagsmarkmið er að það krefst rneiri sveiflna í verðbólgu og framleiðslu ef frávik verða frá verðlagsmarkmiðinu (að því gefnu að verð og laun séu tregbreytanleg til skemmri tíma). Það getur reyndar einnig verið kostur þar sem trúverðugt verðlagsmarkmið myndi draga úr hættunni á alvarlegri verðhjöðnun þar sent neikvætt frávik í verðlagi myndi skapa væntingar um verðbólgu þar til frávikið hefði verið leiðrétt. I raun fylgja engir seðlabankar verðlagsmarkmiði í dag. Eina dæmið sem höfundur þessarar greinar þekkir urn beint verðlags- markmið átti sér stað í Svíþjóð á fjórða tug aldarinnar en þá skilaði það töluverðum árangri við að forðast þá 21

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.