Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 10

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 10
Alþjóðleg fjárhagskreppa hafði skollið á um 1920 og lokað fyrir aðganginn sem Titanfélagið hafði haft að fjármagni á árunum 1918 til 1919. Titanmenn áttu síðan í árangurslitlum viðræðum við enska, franska og danska aðila um fjármagnsútvegun 1921 og 1922 og ferðir Einars Benediktssonar um Þýskaland og Bandaríkin á árunum 1924 til 1925 voru ekki síst farnar til að reyna að útvega fjármagn handa Titanfélaginu en þær báru heldur ekki árangur. Árið 1926 tóku mjög að vænkast horfur á alþjóð- legum fjármálamarkaði og þeir Oluf Aall, stjórnar- formaður Titanfélagsins, og Klemens Jónsson, sem þá hafði látið af embætti ráð- herra, áttu fund með Jóni Magnússyni forsætisráðherra í Kaupmannahöfn til þess að fá vilyrði fyrir virkjunar- framkvæmdum við Þjórsá sem þeir og fengu. Enn- fremur lagði Magnús Guðmundsson atvinnumála- ráðherra leið sína til Noregs til samninga við félagið. Haustið 1926 var svo lagt fram stjórnarfrumvarp fyrir Alþingi um að Titanfélaginu væri heimilt að leggja járnbraut austur fyrir fjall, virkja Þjórsá og el'na til stóriðju. Danska blaðið Nationaltidende flutti þá fregn 7. febrúar 1927 að stjórn Titanfélagsins hafi fengið vilyrði fyrir 65 milljón króna láni til fram- kvæmda hjá sænska banka- kónginum Wallenberg. I umræðum á Alþingi í mars 1927 skýrði Klemens Jónsson frá áformum Titanfélagsins og sagði að margir af ríkustu mönnum í Noregi hefðu lagt fé í fyrirtækið og ennfremur hefði félagið góð sambönd í Hamborg sem sé ein helsta peningalind heimsins. Við umræður voru sem fyrr ýmsir þingmenn neikvæðir gagnvart sérleyfi fyrirTitanfélagið, einkum Jakob Möller, þingmaður Frjálslynda flokksins, og þeir Tryggvi Þórhallsson og Jónas frá Hriflu úr Framsóknarflokknum. Einnig voru þingmenn Alþýðuflokksins neikvæðir. Áberandi var að þingmenn Sunnlendinga voru mjög jákvæðir gagnvart frumvarpinu en ýmsir þing- menn úr öðrum landshlutum neikvæðir. Þeir óttuðust að landbúnaður Sunn- lendinga fengi of mikið forskot með tilkomu járnbrautar til Reykjavíkur og ennfremur voru sömu þjóðernislegu röksemdirnar á lofti sem fyrr. Engu að síður voru lög um sérleyfi handa Titanfélaginu samþykkt í lok maí 1927. Enn átti þó eftir að gefa út leyfið. Sumarið 1927 voru kosningar á Islandi og í kjölfar þeirra urðu stjómarskipti. Stjórn Ihaldsflokksins fór frá en við tók stjórn Framsóknar- flokksins undir forsæti Tryggva Þór- hallssonar. Vitað var að tveir af þremur ráðherrum, þeir Tryggvi og Jónas frá Hriflu, voru andvígir áformum Titan- félagsins enda neitaði Tryggvi að gefa út sérleyfið þó að alþingi hefði samþykkt heimild til þess. Stoðaði þá ekkert að Klemens Jónsson var tengdafaðir hans. Staðan sem upp var komin lýsir sér best í einkabréfi Olufs Aalls til Klemensar Jónssonar 4. janúar 1928: „Eg fékk bréf þitt frá 15. desember og get ekki sagt annað en að efni þess veldur mér mikilli undrun og tek það mjög nærri mér hvernig málin hafa þróast. Að sérleyfið hefur ekki verið gefið út mun verða rothögg fyrir félagið. Samningaviðræðurnar, sem nú standa yfir, byggjast algjörlega á leyfinu þar sem við höfum staðhæft við samninga- aðila okkar að íslenska ríkisstjórnin muni nýta sér þá heimild sem alþingi hefur veitt henni til sérleyfis... Þú nefnir að þú hafir skilið mig þannig að ég gæli útvegað tryggingu (fyrir nægu fjármagni). Það sem ég hef sagt er að við höfum fengið tilboð um fjármagn til framkvæmda úr mörgum áttum og það get ég að sjálfsögðu staðfest. En forsendurnar fyrir þessu fjármagni er að lagðar verði fram nákvæmar áætlanir um notkun orku til iðnaðar. Þetta krefst mikils undirbúnings sem hefur staðið yfir um langan tíma og hefur þurft mikla tæknikunnáttu og aðra kunnáttu sent allt hefur kostað mikla peninga. Hvernig á ég að fjármagna fyrirtækið í allri þessari óvissu. Fyrir utan minnar eigin vinnu og framlags tæknimanna og lögfræð- inga... hef ég persónulega lagt fram í fyrra milli 20 og 30 þúsund krónur og þeir Opsahl og Herud annað eins. Og svo vill ríkisstjórn þín ekki einu sinni gefa okkur tryggingu fyrir því að sérleyfið fáist!“ Málið var strandað rétt einu sinni. Tryggvi Þórhallsson neitaði að gefa út sérleyfi nema trygging fengist fyrir nægu fjármagni en Titanmenn sögðust ekki geta útvegað slíka tryggingu nema öllum undirbúningi væri lokið og formlegt sérleyfi fengið. I þessu þófi stóð til um 1930 en eftir það var hætt að hreyfa rnálinu enda kreppan skollin á og í kjölfar hennar braust út seinni heimsstyrjöldin. Endalok Titanfélagsins Að loknu stríði hugsuðu Titanmenn sér enn til hreyfings enda var Þjórsá og Tungnaá eign þeirra allt frá ósum til jökla. I febrúar 1946 gaf Sætersmoen út á ensku bæklinginn „Information concerning The Water-power in the Thjorsá river Iceland". Þar kemur fram að Titanfélagið hafði þá umboðsaðila í Bandaríkjunum til að kynna þarlendum stórfyrirtækjum Þjórsársvæðið. Einnig kom enska stóriðjufélagið Imperial Aluminium Concern að málinu og hóf mælingar í Þjórsá sumarið 1947. í kjölfarið hóf íslenska ríkisstjórnin samningaumleitanir við stjórn Titan- félagsins sem lauk með því að íslenska ríkið keypti allar eignir þess sumarið 1951 fyrir hálfa aðra milljón króna sem þótti gjafverð fyrir svo mikil verðmæti. Hinn 1. maí 1954 sendi Ragnar Jónsson lögfræðingur, sem annast hafði fjárreiður Titanfélagsins síðustu árin, einkabréf til Bjarna Ásgeirssonar, þáverandi sendiherra í Osló. Orð hans lýsa því ef til vill best hversu vel hafði verið að þessu félagi staðið: „Við Lárus Fjeldsted vorum í gær að Ijúka Titanskiptunum með því að brenna hlutabréfunum. Félagið er þar með horfið hljóðalaust en farsællega úr heiminum og hefir ævi þess að vísu orðið nokkur önnur en til var stofnað. Þegar ég heyrði félagsins fyrst getið var það kennt við brask og jafnvel annað verra en við það að kynnast skjölum félagsins hlaut ég að skipta um skoðun og er nú ekki í vafa um að til þess hefir verið stofnað í fullri alvöi'u og af björtum vonurn sem um hríð var ástæða til að ætla að myndu rætast. Og hið nákvæma og samviskusamlega starf sem lagt hefir verið í réttindakaup félagsins hér á landi vakti aðdáun mína er ég kynntist því.“ Allt bendir því til þess að Titan- félagið hefði farið af stað með virkjun- arframkvæmdir til stóriðju, ef opinbert leyli hefði fengist, um fimmtíu árum áður en slíkt varð að veruleika með Búr- fellsvirkjun og álverinu í Straumsvík. Einar Benediktsson. Hugmyndir hans um Titan- félagið voru fullkomlega raunhœfar. íslendingar voru hins vegar ekki tilbúnir að taka við þeim. 10

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.