Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 16

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 16
hvar „einskis manns velferð er volæði hins, né valdið er takmarkið hæst“, í orðum Stephans G. Stephanssonar. Því má heldur ekki gleyma, að íslenskt ríkisvald varð að byggja upp frá grunni. Þegar þjóðin heimti stjórn sinna mála í eigin hendur með heimastjórninni fylgdu því nær engir þeir innviðir, sem tilheyra nútíma þjóðríki. Engar hafnir, brýr eða vegir, eða samgöngur af nokkru tagi, nema strjálar ferðir landspóstanna með póstkistur hengdar á klakk; engir almennir skólar; heilbrigðiskerfið byggðist á nokkrum læknum í stórum umdæmum, sem vitjuðu sjúklinga sinna fótgangandi eða á hestum með töskur sínar; engin skip, hvorki til siglinga innanlands né milli landa; enginn sími. Allt þetta þurftu kynslóðirnar í byrjun aldarinnar að byggja upp frá grunni og því ekki að furða að þorri manna var síður en svo tortrygginn gagnvart ríkisvaldinu og afskiptum þess af málefnum þegnanna heldur tók síauknum umsvifum þess fagnandi og taldi jafnvel að ríkisvaldið, með öfluga samvinnuhreyfingu sér við hlið, gæti leyst flest þau vandamál sem steðjuðu að ungu fullvalda ríki. Til þess þyrfti ekkert einkaauðmagn. Millilanda- siglingamar komust raunar á íslenskar hendur í formi hlutafélags, Eimskipa- félags Islands hf., en í hugum fólks var söfnun hlutafjárins fremur í ætt við samskot til þjóðarþarfar en fjárfesting sem vænta mætti að gæfi hluthöfum beinan arð. Draumar Einars Benedikts- sonar um stórfé til fyrirtækjareksturs í formi erlends kapítals voru taldir draumórar einir og runnu reyndar út í sandinn. Loks má segja að heimskrepp- an hafi kálað þeim vísi að kapítalisma, sem hér var kominn á legg við sjávar- síðuna, áður en hann hafði svo mikið sem tekið tennurnar. Þetta voru þau viðhorf sem mín kynslóð lagði upp með. Reynsla okkar hefur að ýmsu leyti snúið þessu við, þó með ýmsum fyrirvörum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að verkalýðs- hreyfingin á Norðurlöndum hefur gert gríðarlegt gagn í því að rétta hlut fátæklinganna og tryggja stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Norðurlöndin hafa víða orðið fyrirmynd og haft áhrif á önnur Evrópulönd og Kanada og jafnvel ein- stök fylki í Bandaríkjunum. I þeim síðastnefndu skortir þó sterka verkalýðs- hreyfingu og þar fær fólk enn að deyja drottni sínum úreymd og volæði, meðan auðkýfingum fjölgar og auður þeirra telst í næstum stjarnfræðilegum upp- hæðum.“ Vísindi og einkaframtak Þar sem réttur almúgans hefur verið tryggður njóta kostir einkaframtaks- ins sín til fulls. Eins og ég sagði áðan hvarflaði það að mér að rétt gæti verið að einkavæða Amastofnun — ef einhver vildi eiga hana — til þess að þar yrði tekin upp markmiðssetning og verklag Jónas Kristjánsson fyrrverandi forstöðumaður Ámastofnunar. með þeim hætti að tryggði sem skjótastan og mestan árangur. Meðan ég var þar forstöðumaður stigum við reyndar smáskref í þá átt að samtvinna rekstur ríkis og einkaframtaks. Við gerðum samning við Sverri Kristinsson, fasteignasala, um útgáfu á handritum í litum. Sverrirbórgaði brúsann. Reyndar komu ekki út nema tvö bindi í þessari ritröð. Það var samt alls ekki honum að kenna, það stóð á okkar þætti, fræði- mannanna, í verkinu. Kannski vorum við orðnir svo vanir að vinna hægt að ekki reyndist unnt að rífa okkur upp úr farinu. Eg átti til dæmis að skrifa formálann fyrir þriðja bindi en lauk aldrei við hann. Það var svo annað mál að Sverri gekk sæmilega að selja þetta eftir því sem ég best veit. Þetta er þó gott dæmi um möguleikann á vaxandi samvinnu ríkisstofnana og einka- rekstrar. Sem betur fer er slík samvinna vaxandi þáttur í starfsemi Háskóla íslands. Fyrirtæki í þjóðlífinu hafa leitað samstarfs við sérfræðinga Háskólans og öfugt og upp úr þeirri samvinnu sprottið margt sem til heilla horfir fyrir þjóðina alla og er fyrirtækið Marel þar nærtækt dæmi. Hingað til hefur þetta einkum gerst á sviði raunvísindanna, en við þurfum að leita leiða til að tengja hugvísindin með sama hætti við einkaframtakið, með það fyrir augum að ná skjótari og betri árangri." Ólafur: En þarf þá ekki ýmislegt að breytast Iíka í innviðum Háskólans sjálfs? Eins og ég skil framgangskerfi háskólakennara cr það þannig, að þeim er umbunað með stöðu- og launa- hækkunum með tilliti til kennslu- og rannsóknarstarfa og birtingu vísinda- greina í alþjóðlega viðurkenndunt tímaritum. Jónas: Þetta kerfi útilokar í reynd að menn taki að sér stjórnunarstörf snemma á starfsferlinum. Eg get sagt fyrir mig að hefði ég ekki verið búinn að ljúka doktorsritgerð áður en ég valdist til forstöðumannsstarfsins hefði ég einfaldlega aldrei komið henni í verk. Með forstöðumannsstarfinu vann ég að vísu ýmislegt smálegt á sviði fræðanna en öll stórvirki voru útilokuð samfara stjórn þessa fyrirtækis. Það má vel vera að hér sé þörf á öðruvísi verkaskiptingu. Þeir menn sem vel eru fallnir til fræði- mennsku haldi sig við þann verkahring og þeir, sem eru stjórnunarlega þenkjandi, fari þá leið. Einnig mætti hugsa sér, að menn sérstaklega lærðir í stjórnunarfræðum opinberra stofnana sjái meira eða ntinna um hinn daglega rekstur, en æðsti fræðimaður hverrar stofnunar sé fremur fulltrúi hennar út á við. Sennilega er löngu kominn tími til að háskólinn hugi betur að þessari verkaskiptingu. Hins vegar hefur það verið lenska hér til skamms tíma að framgangur manna til stjórnunarstarfa hefur fyrst og fremst verið gegnum fræðin og í fljótu bragði man ég ekki eftir neinum nema helst Páli Eggert Olafssyni sem fór eins og ekkert væri milli stjórnunarstarfa og fræðanna. Hann var reyndar einstakur afkastamaður að hverju sem hann gekk, lögfræðingur að mennt, prófessor í íslandssögu, bankastjóri Búnaðar- bankans, skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, auk þess að skrifa Islenskar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, auk fjölda annarra fræðirita og útgáfuverka. Nú á tfmum held ég að sé meiri þörf á þaulhugsaðri verka- skiptingu ntilli stjórnunarstarfa og fræðanna þannig að hæfileikar manna nýtist sem best á hvorutveggja sviðinu. Ólafur: Eg heyrði nýlega á útvarps- viðtal við eftirkomanda þinn í starfi, Stefán Karlsson, þar sent hann kvartaði undan lítilli aðsókn Islendinga að sýningum á handritum. Væri kannski rétt að skilja þennan þátt frá annarri 16

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.