Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 28

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 28
smyglað inn í landið. Hin háleita stefna Fords að ráða fyrrverandi fanga í vinnu breytti nokkuð um mynd því Harry réð þrjóta beint úr fangelsi til þess að halda uppi aga á vinnustað. Eldskírn Harry Bennetts kom í kreppunni miklu árið 1933 þegar hópur af verkamönnum sem Ford hafði sagt upp fór í kröfugöngu að bílaverksmiðjunum. Þessi mótmæli hafa verið nefnd hungurgangan og voru gagngert til þess að minna Ford á að breyta sem sönnum Fordista sæmdi og ráða þá aftur. Harry keyrði beint í flasið á göngumönnum, stökk upp á þakið á bíl sínum og skipaði þeim að snúa til baka. Verkamennirnir svöruðu með grjótkasti og einn steinninn hitti Harry í höfuðið svo hann steyptist ofan af bílnum. Þjónustudeildarmenn og lögregla hófu þá skothríð á göngumenn með þeim afleiðingum að fjórir létust en 28 særðust alvarlega. Harry hafði því heppnast að snúa friðsamlegum mótmælum upp í blóðbað en Ford gamli kunni honum hinar bestu þakkir fyrir. Yerkalýðsfélögin Ikjölfar kreppunnar miklu fóru Ford- verksmiðjurnar aftur að verða fyrir ásókn verkalýðsfélaga. Hér var ekki um róttæklinga að ræða sem vildu afnema kapítalismann heldur hagsmunasamtök sem sóttust eftir betri launakjörum og starfsöryggi. Ford var hins vegar lítt hrifinn og gaf Harry Bennett algerlega frjálsar hendur í því að halda þeim í skefjum. Atvinnuleysi var gífurlegt á þessum tíma og því var auðvelt að reka þá sem gerðu sér dælt við verka- lýðsfélög og þjónustudeildin hélt uppi öflugu njósnakerfi til þess að koma upp um slíka kóna. Hins vegar gekk Harry Bennett mun lengra og naut þess að bæjaryfírvöld og lögregla í Detroit voru á bandi Henry gamla Fords. Þjónustu- deildin gerðist nú ærið ofbeldisfull og tók að berja verkamenn til óbóta og ræna kunnum verkalýðsskipuleggjendum og hýða þá á fáfömum stöðum. Önnur bílaframleiðslufyrirtæki tóku hins vegar að láta undan enda sáu þau að hagnaður þeirra yrði betur tryggður með því að semja við verkalýðsfélögin en að leggja út í kostnaðarsama baráttu við þau. Arið 1937 gengu bæði Chrysler og Genaral Motors til samninga við verkalýðsfélög í sínum verksmiðjum og Ford stóð því einn eftir. Fyrir honum var um grundvallaratriði að ræða að láta verkalýðsforingja ekki koma upp á milli hans og starfsmanna sinna. Fiagnaður var aukaatriði en nú tók róðurinn að herðast. Ýmsum þótti Harry Bennett ganga heldur langt í fantaskap og aðferðir hans sköpuðu mikið hatur meðal verkamanna. Loks þegar atvinnuleysið hvarf í stríðsbyrjun var komið að skuldadögunum. Arið 1941 lögðu 50.000 verkamenn í River Rouge niður vinnu. Blökkumennimir. vom þó enn hliðhollir Ford og unnu áfram en framleiðslan var stöðvuð með því að loka öllum leiðum að verksmiðjunni með vegatálmum. Þjónustudeildin bjóst til átaka og kom fyrir hríðskotabyssum á húsþökum en svartir verkamenn voru vopnaðir með járnstöngum og hnífum og sendir út til þess að ráðast gegn verkfallsmönnum sem hættu sér of nærri. Fimmtíu verkfallsverðir voru bráðlega fluttir á sjúkrahús alvarlega meiddir. Harry Bennett stjórnaði aðgerðum og vildi ólmur koma af stað átökum sem væru svo blóðug að herinn yrði að skerast í leikinn og leysa verkfallið upp. Henry Ford var þá um áttræður að aldri og sagðist frekar skyldu hætta bílaframleiðslu en gefa eftir. Málin leystust þó eftir 10 daga þegar kona Fords hótaði því að fara frá honum ef hann gæfi ekki eftir sem hann og gerði. Af úlfum og Adam Smith Aðdáendur Fords hafa lengi furðað sig á því af hverju hann lét Harry Bennett vaða svo lengi uppi með aðferðum sem voru svo í mótstöðu við ímynd hans sem mannvinar. Sannleikur- inn er hins vegar sá að Ford hvatti Harry frekar en latti í ofbeldisverkum hans. Ef Henry Ford gat kallast fánaberi fyrir fordismann er ljóst að undir lok ferils síns hafði hann atað flaggið í aur og leðju. Það er ljóst að Ford leit á sig sem mannvin og sannaði það með því að gefa auðæfi sín til mannúðarmála en nær öll hlutabréf hans í Ford fyrirtækinu eru nú í eigu góðgerðarstofnunar sem ber nafn hans. Hins vegar ber ekki að gleyma því að hans mestu góðverk voru framin í þeim eigingjarna tilgangi að hámarka hagnað og hans verstu verk voru framin þegar gróða var varpað fyrir róða. „Mig má einu gilda livort starfsmaður kemur úr Sing Sing fangelsinu eða Harvard. Við ráðum manninn, ekki fortíð hans.“ Henry Ford Sá lærdómur sem hægt er að draga af þessu er að hagnaðarhámörkun er vegur að réllu marki fyrir fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. Hámörkun hagnaðar felst í nýtni og lágmörkun kostnaðar en einnig í frumkvæði og nýjum leiðum til þess að fullnægja þörfum og löngunum neytenda. Hluti af þeirri viðleitni er að hafa traust og ánægt starfslið og yfirleitt eru starfsmannatengsl betri hjá þeim fyrirtækjum sem keppa á frjálsum mörkuðum með gróða að takmarki. Hámörkun hagnaðar er lykillinn að aukinni framleiðni og bættum lífskjörum. Þetta er grundvallarkenni- setning Adams Smith og er rétt að því gefnu að eignaréttur sé vel skilgreindur og lögum og siðareglum sé fylgt. Ef hins vegar er vikið af þessum vegi bíða úlfar við næsta fótmál. Þeir úlfar sem Ford hitti fyrir eru þeir sömu og hafa bitið þjóðir og einstaklinga sem hafa vikið af þeim gullna vegi sem Adam Smith varð fyrstur til þess að kortleggja. Eftirmáli okkuð hefur verið gert úr því að Harry Bennett hafi fæðst föðurlaus og hafi tekið Henry Ford sér í föður stað en það er ljóst að mjög kært var á milli þeirra tveggja. Ford átti aðeins einn son, Edsel, sem átti að heita forstjóri fyrirtækisins. Edsel var taugaóstyrkur mjög og átti það til að kasta upp ef hann komst í hugaræsingu. Föður hans fannst hann vera kveif á flestan máta og óð yfirleitt yfir hann. Harry Bennett hataðist við Edsel, reyndi að gera lítið úrhonum innan fyrirtækisins og ónáðaði hann á allar lundir. Edsel dó aðeins fimmtugur árið 1943 og var álagi kennt um. Ekkjan virtist þó hafa verið gerð úr harðara efni en maður hennar. Árið 1945 stillti hún Ford gamla upp við vegg og sagðist myndi selja öll hlutabréf sín (42% af heildarvirði) í fyrirtækinu ef hann segði ekki af sér og léti barnabarni sínu, Henry Ford II, eftir forstjóra- stólinn. Ford lét undan og andaðist reyndar tveimur árum seinna. Það var síðan fyrsta verk Henry Fords númer tvö að reka Harry Bennett og rúmlega 1.000 þjónustudeildarmenn. Ford annar varð fljótlega uppáhald verkalýðsfélaga og studdi gyðinga vel og dyggilega jafnvel þótt það hafi kostað tapaða sölu í arabaríkjum. Hann varð síðan mjög virtur iðjuhöldur og stjórnaði Ford fyrirtækinu í rúm 40 ár. Hann hafði ekki sömu snilligáfuna og afi sinn en var jafnframt laus við hans verstu galla. Heimildir: Horowitz, D., The Fords: An American Epic (1987) Hounshell, D : Frotti the American system to mass production, 1800-1932.(1984) Korenman, S og Newark, D : Does marriage really make men tnore productive? Journal of Human resources 26, no 2 (1991) Lewchuck, W : Men and Monotony: Fraternalism as a Managerial Strategy at the Ford Motor Company. Journal of Economic History 53, no 4 (1993) Malony, T og Whatley W. : Makitig the Effort: Tlie Contours of Racial Discrimination in Detroit 's Lahor Markets, 1920- 1940. Journal of Economic History 55, no 3, (1995) Meyer, S : The Five Dollar Day: Labor management and social Control in the Ford motor company 1908-1921. Albany: State University of New York Press (1981) Norwood, S : Ford's Brass Knuckles: Harry Bennett, the Cult of Muscularity and Anti-labor Terror 1920-1945L Labor History 37, no 3 (1996) Lewis, D: Henry Ford: a fresh perspective. Michigan History 80, no 2 (1996) Raff, D : Wage Determination Theory and the Five Dollar Day at Ford. Joumal of Economic History 48, no 2. (1988) Staudenmaier, J : Henry Ford's bigflaw. American Heritage og invention and Technology 10, no 2 (1994) 28

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.